Fótbolti

Hefur engar áhyggjur af Neymar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar.
Neymar. Vísir/Getty
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er nú undir smásjá spænskra blaðamanna og pressan er á  þessum snjalla leikmanni að fara að skora aftur fyrir Barcelona-liðið.

Neymar hefur ekki skorað fyrir Barcelona-liðið í spænsku deildinni síðan 15. febrúar eða í  fimm deildarleikjum í röð.

„Ég hef engar áhyggjur," sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona en Neymar skoraði 17 mörk í  fyrstu 20 deildarleikjum tímabilsins.

„Við erum þarna að tala um frábæran leikmann, heimsklassa leikmann," sagði Luis Enrique.

Neymar skoraði síðast í 5-0 sigri á Levante um miðjan febrúar en það var hans fimmta mark í  fjórum leikjum. Síðan þá hefur hann spilað í 474 mínútur án þess að skora.

„Miðað við það sem ég sé til hans á æfingum þá er ég viss um að hann fari að skora aftur og  verði fljótt kominn í sitt besta form," sagði Luis Enrique.

„Hann er að hjálpa liðinu á öðruvísi hátt sem er kannski ekki jafn áberandi. Hann gerir fullt  af mikilvægum hlutum fyrir liðið að mínu mati," sagði Luis Enrique.

Þetta er annað tímabil Neymar með Barcelona en hann skoraði 9 mörk í 26 deildarleikjum á  2013-14 tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×