Sigmundur Davíð hneykslaður á að hótanir í hans garð séu notaðar í pólitískum tilgangi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2015 20:15 Í bréfi sem barst á heimili Sigmundar Davíðs nýverið er það fullyrt að hann hafi eitthvað haft með kaup Björns Inga á DV að gera. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðar sig á því að hótanir í garð ættingja annars stjórnmálamanns yrðu notaðar í pólitískum tilgangi. Það telur hann raunin varðandi ósk Róberts Marshall og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins, um að rannsökuð verði hagsmunatengsl hans og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Pressunnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hans. Málið tengist hótun sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir höfðu frammi í bréfi til eiginkonu Sigmundar Davíðs. Malín hefur síðar sagt að systir hennar hafi ein sent bréfið. Sigmundur Davíð kallar fullyrðingar systranna aðdróttanir í hans garð hvað varðar þátttöku í samsæri um rekstur fjölmiðlaveldis. „Það má svo ítreka að ég hafði ekki nokkra einustu aðkomu að eigendaskiptum á DV og veit ekkert um aðdraganda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum,“ segir Sigmundur í færslunni. Hann nefnir þó ekki Sjálfstæðisflokkinn í færslunni heldur beinir sjónum að þeim þingmönnum Pírata og Bjartrar framtíðar sem beðið hafa um skýr svör hvað varðar tengsl hans við Björn Inga. Það eru eins og fyrr segir Róbert Marshall og formaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir. Sjá einnig: Skoða ber hagsmunatengsl milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga Sigmundur vísar í ræðu þingmannsins Jóhönna Maríu Sigmundsdóttur en hún hreinlega skammaði þingmenn fyrir dónaskap í garð samstarfsmanna sinna. Hann segist hafa svarað efni fyrrnefnds hótunarbréfs með afdráttarlausum hætti. „Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.“ Færslu Sigmundar má sjá hér að neðan.Jóhanna María Sigmundsdóttir flutti frábæra ræðu á Alþingi í gær þar sem hún benti meðal annars á hversu óheillavænlegt ...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, June 6, 2015 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðar sig á því að hótanir í garð ættingja annars stjórnmálamanns yrðu notaðar í pólitískum tilgangi. Það telur hann raunin varðandi ósk Róberts Marshall og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins, um að rannsökuð verði hagsmunatengsl hans og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Pressunnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hans. Málið tengist hótun sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir höfðu frammi í bréfi til eiginkonu Sigmundar Davíðs. Malín hefur síðar sagt að systir hennar hafi ein sent bréfið. Sigmundur Davíð kallar fullyrðingar systranna aðdróttanir í hans garð hvað varðar þátttöku í samsæri um rekstur fjölmiðlaveldis. „Það má svo ítreka að ég hafði ekki nokkra einustu aðkomu að eigendaskiptum á DV og veit ekkert um aðdraganda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum,“ segir Sigmundur í færslunni. Hann nefnir þó ekki Sjálfstæðisflokkinn í færslunni heldur beinir sjónum að þeim þingmönnum Pírata og Bjartrar framtíðar sem beðið hafa um skýr svör hvað varðar tengsl hans við Björn Inga. Það eru eins og fyrr segir Róbert Marshall og formaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir. Sjá einnig: Skoða ber hagsmunatengsl milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga Sigmundur vísar í ræðu þingmannsins Jóhönna Maríu Sigmundsdóttur en hún hreinlega skammaði þingmenn fyrir dónaskap í garð samstarfsmanna sinna. Hann segist hafa svarað efni fyrrnefnds hótunarbréfs með afdráttarlausum hætti. „Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.“ Færslu Sigmundar má sjá hér að neðan.Jóhanna María Sigmundsdóttir flutti frábæra ræðu á Alþingi í gær þar sem hún benti meðal annars á hversu óheillavænlegt ...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, June 6, 2015
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira