Ekki þarf leyfi stjórnvalda vegna milljóna frá Sádi Arabíu Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2015 14:32 Í desember veitti Hussein Al-Daoudi viðtöku 170 milljónum króna frá Sádi Arabíu. Fjölmörgum spurningum er ósvarað. Félag múslima og Stofnun múslima á Íslandi, sem staðsett eru í Ýmishúsinu í Skógarhlíð 20, lögðu í fyrra inn fyrirspurnir til utanríkisráðuneytisins, sem snéru að hugsanlegum fjárframlögum frá Sádi Arabíu. „Í fyrra bárust okkur þrjár fyrirspurnir vegna fyrirhugaðs fjárframlags Saudi-Araba til byggingar mosku. Ein frá Félagi múslima á Íslandi, ein frá Stofnun múslima á Íslandi og ein frá sendiráði Saudi-Arabíu gagnvart Íslandi,“ segir Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Hún segir jafnframt að í svörum ráðuneytisins í öllum þessum þremur tilvikum var áréttað að flutningur fjármuna af þessu tagi væri ekki háður leyfi stjórnvalda. „Á hinn bóginn þurfi slíkir fjármagnsflutningar að fara fram í samræmi við íslensk lög og reglur og sæti eftirliti Seðlabanka og fjármálastofnana meðal annars með tilliti til gjaldeyrishafta, peningaþvættis og framfylgd alþjóðlegra þvingunaraðgerða.”170 milljónir til menningarfélagsinsÁ sendiráðsvef Sádi Arabíu er greint frá því í desember í fyrra hafi sendiherra Sádi Arabíu fyrir Svíþjóð og Ísland, Saad bin Ibrahim Al-Ibrahim, afhent fyrir hönd Sádi Arabíu, fjárframlag til Íslandsdeildar Félags múslíma í Skandinavíu. Upphæðin er í íslensku samhengi rausnarleg, eða sem nemur 170 milljónum. Þeim fjármunum veitti viðtöku Hussein Al-Daoudi. Hann er svo einn þeirra sem kom að fjármögnun kaupa á Ýmishúsinu ásamt Maryam Moe og Sulaiman Abdullah Alshiddi á sínum tíma. Trúarleiðtogi þess hóps sem hefur höfuðstöðvar sínar í Ýmishúsinu, Ahmad Seddeq, kannaðist ekki við milljónir frá Sádi Arabíu, eða þær 136 milljónir sem Ólafur Ragnar Grímsson greindi frá að nýr sendiherra Sádi Arabíu ætlaði að leggja fram til stuðnings byggingu mosku. Meinið er að formaður Félags íslenskra múslíma, Sverrir Agnarsson, hefur ekki heyrt af þessum stuðningi nema í fréttum, en heimildamaðurinn fyrir þeim fjárútlátum er forseti Íslands. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Seddeq. Það er svo enn til að flækja málið að varaformaður Félags múslíma á Íslandi, Salmann Tamimi, hefur sagst ekki vilja sjá þessa peninga, en Sverrir hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann einn tali fyrir hönd félagsins og hann vill ekki útiloka neitt í þeim efnum.Ýmsum spurningum ósvaraðÞað sem ekki liggur fyrir er hvort um einn og sama styrkinn er að ræða, þennan sem Al-Daoudi veitti viðtöku í sendiráðinu í Stokkhólmi í desember og svo þessi sem forsetinn sagði frá, eða hvort um er að ræða bæði 170 milljónir í desember og nú aftur 136 milljónir til moskunnar. Vísir hefur áréttað fyrirspurn sína til sendiráðs Sádi Arabíu í Stokkhólmi en án árangurs. Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjá meira
Félag múslima og Stofnun múslima á Íslandi, sem staðsett eru í Ýmishúsinu í Skógarhlíð 20, lögðu í fyrra inn fyrirspurnir til utanríkisráðuneytisins, sem snéru að hugsanlegum fjárframlögum frá Sádi Arabíu. „Í fyrra bárust okkur þrjár fyrirspurnir vegna fyrirhugaðs fjárframlags Saudi-Araba til byggingar mosku. Ein frá Félagi múslima á Íslandi, ein frá Stofnun múslima á Íslandi og ein frá sendiráði Saudi-Arabíu gagnvart Íslandi,“ segir Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Hún segir jafnframt að í svörum ráðuneytisins í öllum þessum þremur tilvikum var áréttað að flutningur fjármuna af þessu tagi væri ekki háður leyfi stjórnvalda. „Á hinn bóginn þurfi slíkir fjármagnsflutningar að fara fram í samræmi við íslensk lög og reglur og sæti eftirliti Seðlabanka og fjármálastofnana meðal annars með tilliti til gjaldeyrishafta, peningaþvættis og framfylgd alþjóðlegra þvingunaraðgerða.”170 milljónir til menningarfélagsinsÁ sendiráðsvef Sádi Arabíu er greint frá því í desember í fyrra hafi sendiherra Sádi Arabíu fyrir Svíþjóð og Ísland, Saad bin Ibrahim Al-Ibrahim, afhent fyrir hönd Sádi Arabíu, fjárframlag til Íslandsdeildar Félags múslíma í Skandinavíu. Upphæðin er í íslensku samhengi rausnarleg, eða sem nemur 170 milljónum. Þeim fjármunum veitti viðtöku Hussein Al-Daoudi. Hann er svo einn þeirra sem kom að fjármögnun kaupa á Ýmishúsinu ásamt Maryam Moe og Sulaiman Abdullah Alshiddi á sínum tíma. Trúarleiðtogi þess hóps sem hefur höfuðstöðvar sínar í Ýmishúsinu, Ahmad Seddeq, kannaðist ekki við milljónir frá Sádi Arabíu, eða þær 136 milljónir sem Ólafur Ragnar Grímsson greindi frá að nýr sendiherra Sádi Arabíu ætlaði að leggja fram til stuðnings byggingu mosku. Meinið er að formaður Félags íslenskra múslíma, Sverrir Agnarsson, hefur ekki heyrt af þessum stuðningi nema í fréttum, en heimildamaðurinn fyrir þeim fjárútlátum er forseti Íslands. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Seddeq. Það er svo enn til að flækja málið að varaformaður Félags múslíma á Íslandi, Salmann Tamimi, hefur sagst ekki vilja sjá þessa peninga, en Sverrir hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann einn tali fyrir hönd félagsins og hann vill ekki útiloka neitt í þeim efnum.Ýmsum spurningum ósvaraðÞað sem ekki liggur fyrir er hvort um einn og sama styrkinn er að ræða, þennan sem Al-Daoudi veitti viðtöku í sendiráðinu í Stokkhólmi í desember og svo þessi sem forsetinn sagði frá, eða hvort um er að ræða bæði 170 milljónir í desember og nú aftur 136 milljónir til moskunnar. Vísir hefur áréttað fyrirspurn sína til sendiráðs Sádi Arabíu í Stokkhólmi en án árangurs.
Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjá meira
Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44
Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51
Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32
Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37
Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02