Örebro vann sinn annan leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Örebro vann 2-1 sigur á Gefle í dag.
Daniel Gustavsson skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu, en með sigrinum fer Örebro upp í fjórtánda sæti deildarinnar af sextán liðum.
Eiður Aron Sigurbjörnsson lék allan leikinn fyrir Örebro og krækti sér í gult spjald. Hjörtur Logi Valgarðsson kom inná sem varamaður í uppbótartíma.
Hjálmar Jónsson stóð vaktina í vörn Gautaborg sem vann 2-1 sigur á Halmstads í sömu deild. Jakob Ankersen skoraði bæði mörk Gautaborgar sem er á toppnum.
Hjálmar spilaði allan leikinn, en Gautaborg er eins og fyrr segir á toppnum með 25 stig.
