Menning

Innlit á æfingu hjá Íslenska dansflokkinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrsta sýningin verður þann 5. nóvember.
Fyrsta sýningin verður þann 5. nóvember. vísir
Nú styttist í frumsýningu hjá Íslenska dansflokknum en 5. nóvember mun flokkurinn frumsýna Kafla 2: og himinninn kristallast eftir Siggu Soffíu sem er endursköpun í dansi á flugeldasýningu menningarnætur.

Sigga Soffía vinnur  að nýju með Hildi Yeoman fatahönnuði og Helga Má Kristinssyni listamanni að því að færa áhorfendum ákveðna flugeldastemmningu á Stóra sviði Borgarleikhússins. Allir búningarnir eru sérsaumaðir og eiga að endurspegla ákveðnar bombur og sérstakir sviðsflugeldar hafa verið pantaðir inn fyrir sýninguna.

Við gerð síðustu þriggja flugeldasýninga var áhorfendum sýnt að sömu reglur gilda um uppbyggingu á dansverki og flugeldasýningu. Nú geta áhorfendur séð það með eigin augum þegar sama verkið, unnið út frá sömu formúlunum, verður flutt af dönsurum Íslenska dansflokksins með aðstoð stórfenglegra ljósa, glitrandi búninga eftir Hildi Yeoman, seiðmagnandi tónlistar Jóhanns Jóhannssonar og kraftmikilla sviðsflugeldar.

Hér að ofan má sjá innlit á æfingu hjá Íslenska dansflokkinum og viðtal við Siggu Soffíu.

Aðeins verða fjórar sýningar á verkinu í boði: 5. nóv., 15. nóv., 2. des. og 5. des.

Danshöfundur: Sigga Soffía Níelsdóttir í samvinnu við dansarana                        




Tónlist: Jóhann Jóhannsson o.fl.

Ljós: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningar: Hildur Yeoman

Sviðsmynd: Helgi Már Kristinsson

Dramtúrg: Alexander Roberts

Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbet, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz  og Þyri Huld Árnadóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×