Launamunur sviðslistafólks sláandi: Byrjunarlaun dansara 240 þúsund krónur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júní 2015 21:00 Dansarar og leikarar í Borgarleikhúsinu starfa hlið við hlið og teljast til sviðslistafólks. Launamunur á milli þeirra er mikill. Byrjunarlaun dansara eru 240 þúsund krónur samanborið við 350 þúsund króna byrjunarlaun leikara. Byrjunarlaun leikara annarra leikhúsa eru lægri, við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar eru þau rúmlega 300 þúsund krónur. Staða listdansara er afar slæm í samanburði við aðra sviðslistamenn og launþega almennt. Þetta kemur fram í óbirtri skýrslu starfshóps um framtíð Íslenska dansflokksins. Þegar starfshópurinn hóf störf voru laun dansara 215 þúsund krónur en nýverið fengu þeir kjarabót og byrjunarlaun hækkuð í 240 þúsund krónur. Marta Nordal leikstjóri er formaður starfshópsins og situr í stjórn Íslenska dansflokksins. „Við rákum augun í það að laun dansara eru mjög lág, ef þú berð launin saman við sviðslistafólk, leikara til dæmis þá eru laun dansara töluvert lægri. Dansarar eru líkt og tónlistarmenn að að mennta sig frá sex, sjö ára aldri, þau eru með töluvert lægri laun og þó er sviðslistafólk fyrir með lág laun þannig að þetta var sláandi.“ Marta segir dansinn ekki metinn sem atvinnugrein og segir framlag ríkisins til íslenska dansflokksins ekki duga til að greiða hærri laun. „Danslistin hefur aldrei verið metin sem atvinnugrein. Ástæðan fyrir því meðal annars að launin eru svo lág er að framlag ríkisins til Íslenska dansflokksins er svo ofsalega lágt að svigrúm er svo lítið. Stakkurinn er svo þröngur að öllu leyti.“ Framlag ríkisins í síðustu fjárlögum voru rúmar 133 milljón krónur. Þrátt fyrir að listdansarar séu háskólamenntaðir þá eru þeir ekki aðilar að BHM, til þess eru þeir of fáir. Marta segir hækkunina ekki duga og segir lág laun dansara endurspegla ríkjandi viðhorf til danslistar. Starfshópurinn kannaði kosti þess og galla að færa íslenska dansflokkinn í Þjóðleikhúsið og var það niðurstaðan að sá flutningur myndi vera afturför. Starfshópur kannaði einnig möguleika á að flytja íslenska dansflokkinn annað eins og til dæmis í Hörpu en sá kostur þótti ekki vænlegur sökum hárrar leigu og annars kostnaðar. Niðurstaðan er sú að Borgarleikhúsið verður áfram heimili íslenska dansflokkins þar til samningur rennur út árið 2017 en innan tíu ára verði stofnað fjölnota Danshús þar sem íslenski dansflokkurinn fengi æfinga og sýningaraðstöðu ásamt sjálfstæðum danshópum. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Dansarar og leikarar í Borgarleikhúsinu starfa hlið við hlið og teljast til sviðslistafólks. Launamunur á milli þeirra er mikill. Byrjunarlaun dansara eru 240 þúsund krónur samanborið við 350 þúsund króna byrjunarlaun leikara. Byrjunarlaun leikara annarra leikhúsa eru lægri, við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar eru þau rúmlega 300 þúsund krónur. Staða listdansara er afar slæm í samanburði við aðra sviðslistamenn og launþega almennt. Þetta kemur fram í óbirtri skýrslu starfshóps um framtíð Íslenska dansflokksins. Þegar starfshópurinn hóf störf voru laun dansara 215 þúsund krónur en nýverið fengu þeir kjarabót og byrjunarlaun hækkuð í 240 þúsund krónur. Marta Nordal leikstjóri er formaður starfshópsins og situr í stjórn Íslenska dansflokksins. „Við rákum augun í það að laun dansara eru mjög lág, ef þú berð launin saman við sviðslistafólk, leikara til dæmis þá eru laun dansara töluvert lægri. Dansarar eru líkt og tónlistarmenn að að mennta sig frá sex, sjö ára aldri, þau eru með töluvert lægri laun og þó er sviðslistafólk fyrir með lág laun þannig að þetta var sláandi.“ Marta segir dansinn ekki metinn sem atvinnugrein og segir framlag ríkisins til íslenska dansflokksins ekki duga til að greiða hærri laun. „Danslistin hefur aldrei verið metin sem atvinnugrein. Ástæðan fyrir því meðal annars að launin eru svo lág er að framlag ríkisins til Íslenska dansflokksins er svo ofsalega lágt að svigrúm er svo lítið. Stakkurinn er svo þröngur að öllu leyti.“ Framlag ríkisins í síðustu fjárlögum voru rúmar 133 milljón krónur. Þrátt fyrir að listdansarar séu háskólamenntaðir þá eru þeir ekki aðilar að BHM, til þess eru þeir of fáir. Marta segir hækkunina ekki duga og segir lág laun dansara endurspegla ríkjandi viðhorf til danslistar. Starfshópurinn kannaði kosti þess og galla að færa íslenska dansflokkinn í Þjóðleikhúsið og var það niðurstaðan að sá flutningur myndi vera afturför. Starfshópur kannaði einnig möguleika á að flytja íslenska dansflokkinn annað eins og til dæmis í Hörpu en sá kostur þótti ekki vænlegur sökum hárrar leigu og annars kostnaðar. Niðurstaðan er sú að Borgarleikhúsið verður áfram heimili íslenska dansflokkins þar til samningur rennur út árið 2017 en innan tíu ára verði stofnað fjölnota Danshús þar sem íslenski dansflokkurinn fengi æfinga og sýningaraðstöðu ásamt sjálfstæðum danshópum.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira