Erlent

Polanski mætir fyrir rétt í Póllandi

Atli Ísleifsson skrifar
Roman Polanski mætti fyrir rétt í pólsku borginni Krakow fyrr í dag.
Roman Polanski mætti fyrir rétt í pólsku borginni Krakow fyrr í dag. Vísir/AFP
Leikstjórinn Roman Polanski mætir fyrir rétt í pólsku borginni Krakow í dag þar sem dómstóll mun taka afstöðu til þess hvort framselja skuli hann til Bandaríkjanna vegna 37 ára gamals dómsmáls.

Í frétt Reuters segir að úrskurði dómstóllinn að Polanski skuli framseldur verði málið sent til dómsmálaráðherra landsins sem tekur endanlega afstöðu til þess hvort hann skuli framseldur til Bandaríkjanna.

Hinn 81 árs Polanski hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum frá árinu 1978 fyrir að nauðga þrettán ára stúlku. Hann játaði verknaðinn en flúði land áður en dómur var kveðinn upp. Síðan hefur hann búið í Frakklandi þar sem hann hefur ríkisborgararétt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×