Erlent

Rifkind segir af sér formennsku

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Rifkind á að baki langan feril í pólitík
Rifkind á að baki langan feril í pólitík JUSTIN TALLIS / AFP
Malcom Rifkind, þingmaður Breska Íhaldsflokksins, hefur sagt af sér sem formaður upplýsinga- og öryggisnefndar Breska þingsins og sem þingmaður flokksins.

Afsögnin kom til í kjölfar ásakana um spillinu og mútuþægni. Í leynilegri upptöku kemur fram að Rifkind bauð Kínversku einkafyrirtæki aðgang að þjónustu nefndarinnar í skiptum fyrir greiðslu.

Sjálfur segir Rifkind að hann hafi gerst uppvís um dómgreindarbrest og að hann hafi sagt af sér til að trufla ekki störf nefndarinnar.

Rifkind hefur átt langan pólitískan feril en hann hefur setið á þingi síðan 1974 og hefur setið sem ráðherra í ríkisstjórnum Margaet Thatcher og John Major.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×