Erlent

Dæmdur fyrir morðið á Chris Kyle

Samúel Karl Ólason skrifar
Eddie Ray Routh
Eddie Ray Routh Vísir/EPA
Bandaríkjamaðurinn Eddie Ray Routh var í gær fundinn sekur um tvöfalt morð, meðal annars á bandaríska hermanninum Chris Kyle, sem myndin vinsæla American Sniper, fjallar um. Routh var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun.

Morðin áttu sér stað fyrir tveimur árum á skotæfingasvæði í Texas. Kyle hafði hitt Routh á svæðinu ásamt vini sínum, Chad Littlefield, en eftir að herþjónustu hans lauk hjálpaði hann hermönnum að takast á við þunglyndi og áfallastreituröskun sem algengt er að menn þrói með sér að lokinni herþjónustu.

Verjendur Routh sögðu hann eiga við geðræn vandamál að stríða.

Fjölskylda Kyle hefur fagnað niðurstöðu kviðdómsins, en Routh sjálfur sýndi engin viðbrögð þegar dómurinn var lesinn upp, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Meðal sönnunargagna í málinu var símtal á milli Routh og blaðamannas New Yorker. Þar sagðist Routh hafa orðið reiður yfir því að Littlefield hefði ekkert skotið á skotsvæðinu, heldur hefði hann fylgst með sér.

„Ætlar þú að skjóta? Ætlar þú að skjóta? Íþróttin gengur út á að skjóta. Skjóttu. Það kom mér öllum af stað,“ sagði Routh við blaðamanninn. Routh skaut mennina til bana og keyrðu í burtu á pallbíl Chris Kyle.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×