Einfalda regluverk við útleigu íbúða Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 30. júlí 2015 19:30 Sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra segir að skoða þurfi hvort hægt sé að einfalda regluverk í kringum útleigu einstaklinga á íbúðum til ferðamanna. Núverandi kerfi þröngvi fólki út í atvinnurekstur. Einföldun kerfisins myndi auðvelda skattskil. Samkvæmt athugun fréttastofu eru hátt í 2000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skráðar á vefsíðunni Airbnb, þar sem einstaklingar leigja út íbúð sína til ferðamanna. Ríkisskattstjóri hefur undanfarið hert eftirlit með þessari starfsemi. „Það sem við höfum áhyggjur af er raunverulega hvað þetta hefur sterkt yfirbragð dulins hagkerfis þessar sölusíður. Þarna inni á þessum síðum, þá eru engar persónulegar rekjanlegar upplýsingar, það er ekki hægt að sjá hvar viðkomandi er að leigja, húsnúmer eða neitt slíkt,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra. Embættið hafi því farið aðrar leiðir til að koma upp um þá sem ekki gefa tekjur upp til skatts, til dæmis með því að skoða greiðslur erlendis frá inná kreditkort. Umfang eftirlitsins með þessum málum sé því töluvert. „Við höfum verið með allt að sex til átta manns sem hafa verið að fara yfir þessar innborganir erlendis frá, og í bréfaskriftum hafa farið út mörg hundruð bréf vegna frávika sem hafa komið í ljós í kringum þessa vinna,“ segir Sigurður. Regluverkið of flókiðHann segir þessa miklu fjölgun mála vera umhugsunarefni. Eins og regluverkið er í dag sé verið að þröngva einstaklingum, sem stunda þennan rekstur, út í atvinnurekstur og þeir gerðir að atvinnurekendum. Skoða þurfi hvort ekki sé hægt að einfalda regluverkið. „Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið. Á þeim grunni, því einfaldara sem kerfið er, þá má væntanlega leiða líkur að því að skattskil yrðu auðveldari,“ segir Sigurður. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira
Sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra segir að skoða þurfi hvort hægt sé að einfalda regluverk í kringum útleigu einstaklinga á íbúðum til ferðamanna. Núverandi kerfi þröngvi fólki út í atvinnurekstur. Einföldun kerfisins myndi auðvelda skattskil. Samkvæmt athugun fréttastofu eru hátt í 2000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skráðar á vefsíðunni Airbnb, þar sem einstaklingar leigja út íbúð sína til ferðamanna. Ríkisskattstjóri hefur undanfarið hert eftirlit með þessari starfsemi. „Það sem við höfum áhyggjur af er raunverulega hvað þetta hefur sterkt yfirbragð dulins hagkerfis þessar sölusíður. Þarna inni á þessum síðum, þá eru engar persónulegar rekjanlegar upplýsingar, það er ekki hægt að sjá hvar viðkomandi er að leigja, húsnúmer eða neitt slíkt,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra. Embættið hafi því farið aðrar leiðir til að koma upp um þá sem ekki gefa tekjur upp til skatts, til dæmis með því að skoða greiðslur erlendis frá inná kreditkort. Umfang eftirlitsins með þessum málum sé því töluvert. „Við höfum verið með allt að sex til átta manns sem hafa verið að fara yfir þessar innborganir erlendis frá, og í bréfaskriftum hafa farið út mörg hundruð bréf vegna frávika sem hafa komið í ljós í kringum þessa vinna,“ segir Sigurður. Regluverkið of flókiðHann segir þessa miklu fjölgun mála vera umhugsunarefni. Eins og regluverkið er í dag sé verið að þröngva einstaklingum, sem stunda þennan rekstur, út í atvinnurekstur og þeir gerðir að atvinnurekendum. Skoða þurfi hvort ekki sé hægt að einfalda regluverkið. „Þarna eru raunverulega aðilar sem þekkja ekki að vera í rekstri og hafa engan áhuga á að vera í rekstri og kannski finnst flækjustigið mikið. Á þeim grunni, því einfaldara sem kerfið er, þá má væntanlega leiða líkur að því að skattskil yrðu auðveldari,“ segir Sigurður.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira