Erlent

Þúsundum fanga sleppt úr haldi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Stjórnvöld í Mjanmar ákváðu í dag að sleppa þúsundum fanga, sem sýnt hafa af sér góða hegðun, úr haldi. Náðunin nær til tæplega sjö þúsund fanga, þar af 210 útlendinga, í fangelsum víða um landið. Ekki er ljóst hvort pólitískum föngum hafi verið sleppt úr haldi, en Kínverjarnir 150 sem á dögunum voru dæmdir fyrir ólöglegt skógarhögg í landinu, fengu allir frelsi sitt á ný.

Í tilkynningu frá upplýsingaráðuneyti landsins segir að forsetinn hafi fyrirskipað að fangarnir yrðu látnir lausir á grundvelli mannúðar. Forsetakosningar fara fram í nóvember næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×