Áhyggjur af dagforeldrum sem komnir eru yfir sjötugt Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Talsmaður Félags dagforeldra segir að á bilinu fimm til tíu dagforeldrar í Reykjavík séu yfir sjötugu. fréttablaðið/Andri Marínó Engin lög hafa verið sett um daggæslu barna í heimahúsum. Ein reglugerð um málaflokkinn hefur verið sett samkvæmt ákvæði í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum menntamálaráðherra um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Í skýrslunni kemur fram að í reglugerð um daggæslu í heimahúsi sé ekki getið um hámarksaldur til að starfa sem dagforeldri en við 65 ára aldur er leyfi aðeins veitt til eins árs í senn. Barnavist, félag dagforeldra, hefur áhyggjur af því að í hópi dagforeldra eru einstaklingar komnir yfir sjötugt og telur að setja ætti í lög eða reglugerð ákvæði um hámarksaldur dagforeldra. Guðný Ólafsdóttir, talsmaður Barnavistar félags dagsforeldra, telur að það séu á bilinu fimm til tíu dagforeldrar starfandi í Reykjavík sem eru komnir yfir sjötugt. „En það eru fleiri sem eru komnir yfir 65. Þá hækkar talan eitthvað,“ segir hún. Guðný segir að reglugerðin um dagforeldra hafi verið endurnýjuð fyrir um það bil tíu árum og það sé virkilega kominn tími á endurbætur á henni, meðal annars um starfsaldur og til að árétta ýmis önnur ákvæði. „Það eru til reglur um að þú þurfir að vera orðinn tvítugur til þess að mega starfa sem dagforeldri. Og okkur finnst ekkert rangt við það að hafa reglur hinum megin líka,“ segir Guðný og bætir því við að það sé ekki sjálfgefið að dagforeldri komið yfir sjötugt geti starfað eitt síns liðs. „Ég veit að þeir eru misjafnir og sumir geta verið eldhressir. En það aukast líkurnar á því að eitthvað gerist eftir því sem við eldumst. Það er bara alveg eins og í öðrum störfum.“ Guðný segir að á höfuðborgarsvæðinu vanti dagforeldra miðsvæðis og í Vesturbænum. Ekki í úthverfunum. Í skýrslu starfshópsins kemur einnig fram að í tólf sveitarfélögum á landinu sé eftirliti með dagforeldrum ekki sinnt. Það eru smá sveitarfélög. „Þetta sló okkur svolítið,“ segir Björk Óttarsdóttir, formaður starfshópsins. Hún tekur þó fram að í sumum þessara sveitarfélaga séu ekki starfandi dagforeldrar og börnin fari því beint á leikskóla eftir fæðingarorlof. Í skýrslunni kemur líka fram að starfshópurinn lét gera könnun um skipulag og kostnað sveitarfélaga vegna dagforeldra sem lögð var fyrir sveitarfélög haustið 2014. Þar kemur fram að 81% landsmanna býr í þeim 15 sveitarfélögum sem sinna eftirliti þrisvar á ári eða oftar. Einungis 3% landsmanna búa í þeim 12 sveitarfélögum sem segjast aldrei sinna þessu eftirliti. Umsjón með daggæslu í heimahúsi heyrir undir fræðslusvið í þeim sveitarfélögum þar sem langflestir íbúar landsins eru búsettir. Í öðrum sveitarfélögum sér félagsþjónustan um þennan málaflokk. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Engin lög hafa verið sett um daggæslu barna í heimahúsum. Ein reglugerð um málaflokkinn hefur verið sett samkvæmt ákvæði í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum menntamálaráðherra um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Í skýrslunni kemur fram að í reglugerð um daggæslu í heimahúsi sé ekki getið um hámarksaldur til að starfa sem dagforeldri en við 65 ára aldur er leyfi aðeins veitt til eins árs í senn. Barnavist, félag dagforeldra, hefur áhyggjur af því að í hópi dagforeldra eru einstaklingar komnir yfir sjötugt og telur að setja ætti í lög eða reglugerð ákvæði um hámarksaldur dagforeldra. Guðný Ólafsdóttir, talsmaður Barnavistar félags dagsforeldra, telur að það séu á bilinu fimm til tíu dagforeldrar starfandi í Reykjavík sem eru komnir yfir sjötugt. „En það eru fleiri sem eru komnir yfir 65. Þá hækkar talan eitthvað,“ segir hún. Guðný segir að reglugerðin um dagforeldra hafi verið endurnýjuð fyrir um það bil tíu árum og það sé virkilega kominn tími á endurbætur á henni, meðal annars um starfsaldur og til að árétta ýmis önnur ákvæði. „Það eru til reglur um að þú þurfir að vera orðinn tvítugur til þess að mega starfa sem dagforeldri. Og okkur finnst ekkert rangt við það að hafa reglur hinum megin líka,“ segir Guðný og bætir því við að það sé ekki sjálfgefið að dagforeldri komið yfir sjötugt geti starfað eitt síns liðs. „Ég veit að þeir eru misjafnir og sumir geta verið eldhressir. En það aukast líkurnar á því að eitthvað gerist eftir því sem við eldumst. Það er bara alveg eins og í öðrum störfum.“ Guðný segir að á höfuðborgarsvæðinu vanti dagforeldra miðsvæðis og í Vesturbænum. Ekki í úthverfunum. Í skýrslu starfshópsins kemur einnig fram að í tólf sveitarfélögum á landinu sé eftirliti með dagforeldrum ekki sinnt. Það eru smá sveitarfélög. „Þetta sló okkur svolítið,“ segir Björk Óttarsdóttir, formaður starfshópsins. Hún tekur þó fram að í sumum þessara sveitarfélaga séu ekki starfandi dagforeldrar og börnin fari því beint á leikskóla eftir fæðingarorlof. Í skýrslunni kemur líka fram að starfshópurinn lét gera könnun um skipulag og kostnað sveitarfélaga vegna dagforeldra sem lögð var fyrir sveitarfélög haustið 2014. Þar kemur fram að 81% landsmanna býr í þeim 15 sveitarfélögum sem sinna eftirliti þrisvar á ári eða oftar. Einungis 3% landsmanna búa í þeim 12 sveitarfélögum sem segjast aldrei sinna þessu eftirliti. Umsjón með daggæslu í heimahúsi heyrir undir fræðslusvið í þeim sveitarfélögum þar sem langflestir íbúar landsins eru búsettir. Í öðrum sveitarfélögum sér félagsþjónustan um þennan málaflokk.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira