Trúir þú mér? Aileen Soffía Svensdóttir skrifar 16. desember 2015 00:00 Í ljósi umfjöllunar sem verið hefur um ofbeldi í garð fatlaðra kvenna hef ég velt því fyrir mér hvort þú, lesandi góður, munir trúa mér, þegar þú áttar þig á því að ég er kona með þroskahömlun. Er þessu virkilega háttað svona í okkar samfélagi? Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafði samband við Átak, félag fólks með þroskahömlun, þar sem ég er formaður, til að spyrja okkur hvað best væri að gera til að verjast svona ofbeldi. Við sögðum við hana að það besta sem gert væri, væri að hlusta á okkur og trúa okkur. Veita okkur vettvang til þess að fá að segja okkar sögu, okkar sýn og okkar skoðun. Þetta mál stendur okkur nærri og við viljum segja frá, segja frá upplifun okkar af dökku hliðum samfélags okkar, sem allt of lengi hefur verið horft fram hjá. Stundum þurfum við sérúrræði en þá eigum við rétt á að fá þá þjónustu sem sveitarfélögin eiga að veita okkar. Það er ekki réttlátt að ég þurfi alltaf að borga fyrir auka þjónustu ef mig langar í frí. Það er í hlutverki sveitarfélaga að veita þá stuðningsþjónustu sem mig vantar vegna minnar fötlunar og það er hlutverk ráðherra að hafa eftirlit með því að sveitarfélagið mitt sé að sinna þessari þjónustu. Hvað þá um þá, sem ekki geta tjáð sig um eða varið sig fyrir ofbeldi vegna fötlunar sinnar. Eiga þeir ekki skilyrðislaust rétt á almennilegri þjónustu sem þeir treysta? Væri ekki betra að það væri sá sem þekkir til viðkomandi, sá sem þjónustar hann alla hina dagana, sem væri að veita þjónustu í fríinu. Af hverju þarf þjónustan að fara í frí líka og senda mig í þjónustu sem ég greiði úr eigin vasa? Þjónustu sem enginn hefur eftirlit með og þekkir ekki til minna þarfa. Við eigum að geta valið hvert við förum og með hverjum. Það ættu að vera sjálfsögð mannréttindi.Mannréttindi mín eru ekki frekja Mannréttindi mín eru ekki sértæk eða frekja um að fá eitthvað umfram aðra. Þau snúast um það, eins og segir í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að ég hafi jafnan rétt á við aðra í samfélaginu að gera það sem mig langar til. Að fara í frí er eitt af því, sem mig langar að sé í boði fyrir mig. Að yfirvöld hlusti á mig þannig að óprúttnir aðilar séu ekki að misnota sér stöðu fatlaðs fólks til að lokka það til sín með gylliboðum og hafa það að féþúfu með ónógri þjónustu. Að yfirvöld tryggi mér aðgang að réttarkerfinu og trúi mér, þannig að þeir sem slíkt gera fái viðeigandi refsingu, eru þau mannréttindi sem óskað er eftir. Við þurfum stuðning við að koma okkar málflutningi á framfæri. Ekki af því að við erum ekki góð í því að tala, heldur vegna þess að upplýsingarnar sem við þurfum til að taka upplýsta ákvörðun eru ekki aðgengilegar fyrir alla, bara suma. Ég tel því að kominn sé sá tími, að hætt verði að tala um okkur og farið verði að tala við okkur. Trúið okkur fyrir lífsgæðum okkar, styðjið okkur í að vera fagleg og trúið okkur þegar við segjum frá, meira biðjum við ekki um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Í ljósi umfjöllunar sem verið hefur um ofbeldi í garð fatlaðra kvenna hef ég velt því fyrir mér hvort þú, lesandi góður, munir trúa mér, þegar þú áttar þig á því að ég er kona með þroskahömlun. Er þessu virkilega háttað svona í okkar samfélagi? Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafði samband við Átak, félag fólks með þroskahömlun, þar sem ég er formaður, til að spyrja okkur hvað best væri að gera til að verjast svona ofbeldi. Við sögðum við hana að það besta sem gert væri, væri að hlusta á okkur og trúa okkur. Veita okkur vettvang til þess að fá að segja okkar sögu, okkar sýn og okkar skoðun. Þetta mál stendur okkur nærri og við viljum segja frá, segja frá upplifun okkar af dökku hliðum samfélags okkar, sem allt of lengi hefur verið horft fram hjá. Stundum þurfum við sérúrræði en þá eigum við rétt á að fá þá þjónustu sem sveitarfélögin eiga að veita okkar. Það er ekki réttlátt að ég þurfi alltaf að borga fyrir auka þjónustu ef mig langar í frí. Það er í hlutverki sveitarfélaga að veita þá stuðningsþjónustu sem mig vantar vegna minnar fötlunar og það er hlutverk ráðherra að hafa eftirlit með því að sveitarfélagið mitt sé að sinna þessari þjónustu. Hvað þá um þá, sem ekki geta tjáð sig um eða varið sig fyrir ofbeldi vegna fötlunar sinnar. Eiga þeir ekki skilyrðislaust rétt á almennilegri þjónustu sem þeir treysta? Væri ekki betra að það væri sá sem þekkir til viðkomandi, sá sem þjónustar hann alla hina dagana, sem væri að veita þjónustu í fríinu. Af hverju þarf þjónustan að fara í frí líka og senda mig í þjónustu sem ég greiði úr eigin vasa? Þjónustu sem enginn hefur eftirlit með og þekkir ekki til minna þarfa. Við eigum að geta valið hvert við förum og með hverjum. Það ættu að vera sjálfsögð mannréttindi.Mannréttindi mín eru ekki frekja Mannréttindi mín eru ekki sértæk eða frekja um að fá eitthvað umfram aðra. Þau snúast um það, eins og segir í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að ég hafi jafnan rétt á við aðra í samfélaginu að gera það sem mig langar til. Að fara í frí er eitt af því, sem mig langar að sé í boði fyrir mig. Að yfirvöld hlusti á mig þannig að óprúttnir aðilar séu ekki að misnota sér stöðu fatlaðs fólks til að lokka það til sín með gylliboðum og hafa það að féþúfu með ónógri þjónustu. Að yfirvöld tryggi mér aðgang að réttarkerfinu og trúi mér, þannig að þeir sem slíkt gera fái viðeigandi refsingu, eru þau mannréttindi sem óskað er eftir. Við þurfum stuðning við að koma okkar málflutningi á framfæri. Ekki af því að við erum ekki góð í því að tala, heldur vegna þess að upplýsingarnar sem við þurfum til að taka upplýsta ákvörðun eru ekki aðgengilegar fyrir alla, bara suma. Ég tel því að kominn sé sá tími, að hætt verði að tala um okkur og farið verði að tala við okkur. Trúið okkur fyrir lífsgæðum okkar, styðjið okkur í að vera fagleg og trúið okkur þegar við segjum frá, meira biðjum við ekki um.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar