Erlent

Forseti Mjanmar óskar Suu Kyi til hamingju

Atli Ísleifsson skrifar
Suu Kyi hefur sent leiðtogum Mjanmar bréf þar sem hún biður um að teknar verði upp viðræður um þjóðarsátt.
Suu Kyi hefur sent leiðtogum Mjanmar bréf þar sem hún biður um að teknar verði upp viðræður um þjóðarsátt. Vísir/EPA
Thein Sein, forseti Mjanmar, hefur óskað Aung San Suu Kyi og stjórnarandstöðuflokki hennar til hamingju með árangurinn í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudag.

Í frétt BBC kemur fram að flokkur Suu Kyi hafi hlotið um 90 prósent af þeim þingsætum sem búið er að tilkynna. Enn á eftir að greina frá skiptingu um 60 prósent þingsæta.

Suu Kyi hefur sent leiðtogum landsins bréf þar sem hún biður um að teknar verði upp viðræður um þjóðarsátt. Talsmaður stjórnarinnar segir að slíkar viðræður geti þó einungis farið fram þegar endanleg úrslit liggja fyrir.

Stjórnarflokkurinn, sem nýtur stuðnings hersins, virðist einungis hafa hlotið um fimm present þingsæta.

Samkvæmt kosningalögum á herinn rétt á fjórðungi þingsæta.


Tengdar fréttir

Tímamótakosningar en meingallaðar

Þingkosningarnar í Búrma á morgun verða þær fyrstu í aldarfjórðung þar sem kjósendum standa raunverulegir valkostir til boða.

Sannfærð um kosningasigur

Fyrstu tölur kosninga bentu til þess að mikill meirihluti þingsæta í Búrma kæmi í hlut flokks Suu Kyi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×