Erlent

Rússar leggja fram friðaráætlun í Sýrlandi

Vladimír Pútín Rússlandsforseti á fundi með utanríkisráðherra sínum, Sergei Lavrov, og aðstoðarmanni, Júrí Úsjakov.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti á fundi með utanríkisráðherra sínum, Sergei Lavrov, og aðstoðarmanni, Júrí Úsjakov. Fréttablaðið/EPA
Rússa hafa dreift skjali í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York skjali, þar sem lögð eru drög að sáttaleið í málefnum Sýrlands. Þeir leggja til átján mánaða tímabil þar sem breytingar verði gerðar á stjórnarskrá landsins og að því loknu verði blásið til kosninga.

Tillögurnar eru í átta liðum og þátttaka Assads forseta í kosningunum er ekki útilokuð. Þá leggja Rússar ennfremur til að lögð verði áhersla á að skilgreina þá uppreisnarhópa sem eru að störfum í landinu, hverjum verði boðið til viðræðna um ástandið í landinu en þær á að halda í Vínarborg næstkomandi laugardag og hverja skuli skilgreina sem hryðjuverkamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×