Viðskipti innlent

Ásta Bjarnadóttir tekur við mannauðssviði Landspítala

Sæunn Gísladóttir skrifar
Frá árinu 2014 hefur Ásta komið að stjórnendaþjálfun á vegum Landspítala.
Frá árinu 2014 hefur Ásta komið að stjórnendaþjálfun á vegum Landspítala. Vísir/Landspítali.
Ásta Bjarnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala. Mannauðssvið er nýtt svið á Landspítala en á síðustu misserum hefur verið lögð stóraukin áhersla á að þróa Landspítala sem góðan og eftirsóknarverðan vinnustað. Starfið er veitt til fimm ára og hefur Ásta störf í desember, segir í tilkynningu. 

Ásta lauk doktorsprófi í vinnusálfræði frá Háskólanum í Minnesota 1997 og hefur síðan starfað sem mannauðsstjóri, háskólakennari og ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar, meðal annars hjá Háskólanum í Reykjavík, Capacent og Íslenskri erfðagreiningu.

Ásta starfaði hjá Háskólanum í Reykjavík á árunum 2001 til 2010, síðustu árin sem framkvæmdastjóri mannauðs og gæðasviðs skólans. Frá árinu 2011 hefur hún starfað sem ráðgjafi hjá Capacent við verkefni á sviði stjórnunar, mannauðsstjórnunar og vinnusálfræði. Ásta er einn af stofnendum CRANET rannsóknaverkefnisins um stöðu og þróun íslenskrar mannauðsstjórnunar, og hún er vottaður verkefnastjóri (IPMA-C) og vottaður styrkleikamarkþjálfi. Frá árinu 2014 hefur Ásta komið að stjórnendaþjálfun á vegum Landspítala með áherslu á teymisvinnu stjórnenda og stuðning við úrvinnslu starfsumhverfiskönnunar, auk þess sem hún hefur aðstoðað við stjórnendaráðningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×