Erlent

Fjórtán menn ákærðir fyrir nauðganir gegn unglingsstúlku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Saksóknari sagði stúlkuna aldrei hafa gefið samþykki sitt fyrir því að vera með mönnunum. Hún hafi stundum sagt skýrt nei, stundum hafi hún barist um og stundum hafi hún ekki getað komið upp orði.
Saksóknari sagði stúlkuna aldrei hafa gefið samþykki sitt fyrir því að vera með mönnunum. Hún hafi stundum sagt skýrt nei, stundum hafi hún barist um og stundum hafi hún ekki getað komið upp orði. vísir/getty
Réttarhöld fara nú fara fram í Englandi yfir þrettán karlmönnum og 17 ára pilti sem grunaðir eru um gróf kynferðisbrot gegn 14 ára gamalli stúlku ítrekað á einu ári. Allir neita þeir sök í málinu.

Samkvæmt því sem fram hefur komið við réttarhöldin sagði stúlkan einum mannanna að hún vildi ekki lengur afhenda eiturlyf fyrir hann. Í kjölfarið réðst maðurinn á hana í kirkjugarði og nauðgaði henni en maðurinn er þó ekki ákærður í málinu.

Hann lét síðan aðra menn hitta stúlkuna sem misnotuðu hana en maðurinn tók stúlkuna meðal annars með sér í húsnæði þar sem sex menn nauðguðu henni. Sjö menn til viðbótar áttu eftir að misnota stúlkuna á næstu mánuðum.

Saksóknari sagði stúlkuna aldrei hafa gefið samþykki sitt fyrir því að vera með mönnunum. Hún hafi stundum sagt skýrt nei, stundum hafi hún barist um og stundum hafi hún ekki getað komið upp orði.

Þá kom jafnframt í máli saksóknara að stúlkan hefði átt afar erfitt sem barn og unglingur. Hún hafi til dæmis strokið ítrekað að heiman síðan hún var 12 ára gömul og hefði lögreglan til að mynda lýst eftir henni í 71 skipti á tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×