Erlent

Tyggjóveggurinn í Seattle hreinsaður

Atli Ísleifsson skrifar
Kvartanir hafa lengi borist um að tyggjóklessurnar laði að sér rottur.
Kvartanir hafa lengi borist um að tyggjóklessurnar laði að sér rottur. Vísir/AFP
Starfsmenn borgaryfirvalda í bandarísku borginni Seattle hafa hreinsað „tyggjóvegginn” svokallaða en talið var að um milljón tyggjóklessa hafi verið klínt á hann í gegnum árin.

Veggurinn er staðsettur við Pike Place Market og hefur orðið að vinsælum ferðamannastað, allt frá því að folk byrjaði að klína tyggjóklessum á vegginn fyrir um tuttugu árum síðan.

Kvartanir hafa lengi borist um að tyggjóklessurnar laði að sér rottur.

Fólk byrjaði að klína tyggjóklessum á vegginn um miðjan tíunda áratuginn þegar það beið eftir því að sýningar í nálægu leikhúsi hófust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×