Erlent

Frakkar aflýstu kvöldverði forseta því Íranir vildu ekki vín

Francois Hollande er líkt og flestir Frakkar, hrifinn af góðu rauðvíni.
Francois Hollande er líkt og flestir Frakkar, hrifinn af góðu rauðvíni.
Frakkar eru sagðir hafa hætt við formlegt matarboð Frakklandsforseta og forseta Írans, Hassans Rouhani. Rouhani er á leið í opinbera heimsókn til Evrópu og til stóð að hann myndi snæða kvöldverð með Francois Hollande forseta Frakklands.

Dagblaðið Independent greinir hinsvegar frá því að þegar í ljós hafi komið að Íranir kröfðust þess að vín yrði ekki á boðstólum í boðinu af trúarástæðum, hafi Frakkarnir fremur ákveðið að hætta við allt saman, enda fátt heilagara í þeirra augum en gott rauðvín. Leiðtogarnir munu því aðeins hittast á fundi, en ekki snæða saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×