
Áður en Bieber-gangan var farin hér á landi höfðu slíkar göngur verið farnar í borgum erlendis. „Ég hugsaði um Bieber-gönguna þegar fréttirnar komu í dag. Ég kynntist hinum skipuleggjendunum í gegnum Bieber hóp á Facebook og við ákváðum að gera þetta. Grúppuðum okkur bara saman,“ segir hún.
Aðspurð um hver viðbrögðin við veru mannsins á landinu svarar hún að þau séu ekki þau sömu. „Ég er eiginlega alveg viss um að ég muni ekki reyna að elta hann núna. Ef ég myndi hins vegar sjá hann, ég veit eiginlega ekki hvað ég myndi gera. Ætli ég myndi ekki reyna að faðma hann,“ segir Anita.
„Þetta er alveg geðveikt“ hrópaði Þóra Silja Hallsdóttir en hún var meðskipuleggjandi Anitu. Að auki komu Lovísa Þóra, Guðrún Brynja og Auður Ívarsdóttir að skipulagningu.
Tilgangurinn var að biðla til goðsins um að koma til Íslands og syngja fyrir íslenska aðdáendur, sem engin vöntun er á miðað við mætingu. Nú er Justin Bieber mættur til landsins, fjórum árum eftir gönguna. Spurning hvort hún skilaði tilsettum árangri eftir allt saman?
Heimsókn Vísis í gönguna fyrir fjórum árum má sjá hér að neðan.