Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2015 16:15 Sepp Blatter, forseti FIFA, Vísir/EPA Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í miðju fjölmiðlafári í lok maímánaðar en aðeins nokkrum dögum síðar gaf hann það út að hann ætlaði að hætta og boða til nýrra forsetakosninga. FIFA hafði fengið á sig mikla gagnrýni í kringum þingið og háttsettir menn innan sambandsins höfðu verið handteknir skömmu fyrir FIFA-þingið. Blatter stóð það hinsvegar af sér og var endurkjörinn þrátt fyrir harða mótstöðu frá UEFA-ríkjum. Nú virðist vera komið aðeins annað hljóð í þennan 79 ára gamla Svisslending sem hefur verið forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins síðan 1998. „Ég sagði ekki af mér. Ég setti mig sjálfan og mitt starf í hendurnar á FIFA-þinginu," sagði Sepp Blatter í viðtali við svissneska blaðið Blick. FIFA hefur nú staðfest að rétt hafi verið haft eftir forseta FIFA í umræddu viðtali og það væri ekki í fyrsta sinn sem hann siglir í gegnum öldusjó með segja eitt og gera síðan allt annað þegar á hólminn er komið. „Við getum staðfest það að rétt er haft eftir Blatter í Blick. Hinsvegar er hann að tala á sömu nótum og hann gerði i í ræðu sinni 2. júní," segir í yfirlýsingu frá FIFA. Nýjar forsetakosningar áttu að fara fram sem fyrst og fara væntanlega fram í lok þessa ár eða í maí 2016. Það gæti farið svo að Blatter verði þar í framboði eins og 2002, 2007, 2011 og 2015. Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í miðju fjölmiðlafári í lok maímánaðar en aðeins nokkrum dögum síðar gaf hann það út að hann ætlaði að hætta og boða til nýrra forsetakosninga. FIFA hafði fengið á sig mikla gagnrýni í kringum þingið og háttsettir menn innan sambandsins höfðu verið handteknir skömmu fyrir FIFA-þingið. Blatter stóð það hinsvegar af sér og var endurkjörinn þrátt fyrir harða mótstöðu frá UEFA-ríkjum. Nú virðist vera komið aðeins annað hljóð í þennan 79 ára gamla Svisslending sem hefur verið forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins síðan 1998. „Ég sagði ekki af mér. Ég setti mig sjálfan og mitt starf í hendurnar á FIFA-þinginu," sagði Sepp Blatter í viðtali við svissneska blaðið Blick. FIFA hefur nú staðfest að rétt hafi verið haft eftir forseta FIFA í umræddu viðtali og það væri ekki í fyrsta sinn sem hann siglir í gegnum öldusjó með segja eitt og gera síðan allt annað þegar á hólminn er komið. „Við getum staðfest það að rétt er haft eftir Blatter í Blick. Hinsvegar er hann að tala á sömu nótum og hann gerði i í ræðu sinni 2. júní," segir í yfirlýsingu frá FIFA. Nýjar forsetakosningar áttu að fara fram sem fyrst og fara væntanlega fram í lok þessa ár eða í maí 2016. Það gæti farið svo að Blatter verði þar í framboði eins og 2002, 2007, 2011 og 2015.
Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira