Blóð, Bush, Dóri, Davíð Natan Kolbeinsson skrifar 30. september 2015 06:00 Í vikunni fór fram landsfundur Breska Verkamannaflokksins í Brighton á Englandi. Á fundinum mun nýr leiðtogi flokksins, Jeremy Corbin, biðjast afsökunar á þætti Verkamannaflokksins í því að draga Bretland í stríð á fölskum forsendum.Í sjálfu sér ætti það ekki að vera merkilegt fyrir okkur á Íslandi að stjórnmálaflokkur í Bretlandi biðjist afsökunar á því að draga þjóð sína í stríð. Þetta er samt merkilegt að því leyti að það er ekki einungis verið að biðjast afsökunar á því að hafa farið í stríð, heldur einnig á því að hafa tekið þátt í því að skapa það ástand sem ruddi brautina fyrir ISIS, ástandi sem hefur kostað þúsundir saklausra borgara lífið og gert þegar óstöðugt svæði í heiminum ennþá óstöðugra. Þetta er líka merkilegt í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa aldrei beðist afsökunar. Þau hafa aldrei beðist afsökunar á því að vera á lista viljugra þjóða sem studdu morð á saklausu fólki undir því yfirskini að finna gereyðingarvopn sem ekki voru til. Né heldur beðist afsökunar á því að hjálpa til við að skapa þetta ástand í Mið-Austurlöndum. En þar fyrir utan höfum við Íslendingar eða þjóðin sem slík heldur aldrei verið beðin afsökunar því það voru ekki Íslendingar sem samþykktu að vera á lista viljugra þjóða og þjóðin fékk aldrei að taka þátt í umræðu um málið heldur var farið fram hjá þingi og þjóð við þessa ákvörðun og hún var tekin í reykfylltu bakherbergi Dóra og Davíðs. Íslendingar hafa aldrei verið beðnir afsökunar á þeirri alvarlegu misbeitingu á valdi sem þarna átti sér stað og sem sverti mannorð Íslands um ókomna tíð. Aldrei sagði neinn af sér eins og sjálfstæðismenn heimta nú að borgarstjóri geri eftir að borgarstjórn samþykkti að mótmæla fjöldamorðum Ísraela á saklausum Palestínumönnum með því að sniðganga vörur frá Ísrael. Aldrei var Framsókn eða Sjálfstæðisflokki og þessum vinnubrögum þeirra líkt við nazisma eins og minnihlutinn í borgarstjórn kallar nú meirihlutann fyrir þá ákvörðun að standa með mannréttindum og frelsi. Er kannski kominn tími á að við lokum þessum kafla í sögu Íslands með því að þeir flokkar og þeir menn sem báru ábyrgð á þessu biðji þjóðina afsökunar á því að hafa sniðgengið þing og þjóð í ákvörðun sinni?Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin, sem skipuð er sömu flokkum og settu okkar á lista viljugra þjóða, biðjist afsökunar á því að eiga þátt í morðum á saklausu fólki? Er ekki líka kominn tími á það að við hættum að móta utanríkisstefnu okkar út frá peningum og förum að móta hana út frá mannúð og friði?Höfundur er fyrrverandi formaður Hallveigar, Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í vikunni fór fram landsfundur Breska Verkamannaflokksins í Brighton á Englandi. Á fundinum mun nýr leiðtogi flokksins, Jeremy Corbin, biðjast afsökunar á þætti Verkamannaflokksins í því að draga Bretland í stríð á fölskum forsendum.Í sjálfu sér ætti það ekki að vera merkilegt fyrir okkur á Íslandi að stjórnmálaflokkur í Bretlandi biðjist afsökunar á því að draga þjóð sína í stríð. Þetta er samt merkilegt að því leyti að það er ekki einungis verið að biðjast afsökunar á því að hafa farið í stríð, heldur einnig á því að hafa tekið þátt í því að skapa það ástand sem ruddi brautina fyrir ISIS, ástandi sem hefur kostað þúsundir saklausra borgara lífið og gert þegar óstöðugt svæði í heiminum ennþá óstöðugra. Þetta er líka merkilegt í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa aldrei beðist afsökunar. Þau hafa aldrei beðist afsökunar á því að vera á lista viljugra þjóða sem studdu morð á saklausu fólki undir því yfirskini að finna gereyðingarvopn sem ekki voru til. Né heldur beðist afsökunar á því að hjálpa til við að skapa þetta ástand í Mið-Austurlöndum. En þar fyrir utan höfum við Íslendingar eða þjóðin sem slík heldur aldrei verið beðin afsökunar því það voru ekki Íslendingar sem samþykktu að vera á lista viljugra þjóða og þjóðin fékk aldrei að taka þátt í umræðu um málið heldur var farið fram hjá þingi og þjóð við þessa ákvörðun og hún var tekin í reykfylltu bakherbergi Dóra og Davíðs. Íslendingar hafa aldrei verið beðnir afsökunar á þeirri alvarlegu misbeitingu á valdi sem þarna átti sér stað og sem sverti mannorð Íslands um ókomna tíð. Aldrei sagði neinn af sér eins og sjálfstæðismenn heimta nú að borgarstjóri geri eftir að borgarstjórn samþykkti að mótmæla fjöldamorðum Ísraela á saklausum Palestínumönnum með því að sniðganga vörur frá Ísrael. Aldrei var Framsókn eða Sjálfstæðisflokki og þessum vinnubrögum þeirra líkt við nazisma eins og minnihlutinn í borgarstjórn kallar nú meirihlutann fyrir þá ákvörðun að standa með mannréttindum og frelsi. Er kannski kominn tími á að við lokum þessum kafla í sögu Íslands með því að þeir flokkar og þeir menn sem báru ábyrgð á þessu biðji þjóðina afsökunar á því að hafa sniðgengið þing og þjóð í ákvörðun sinni?Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin, sem skipuð er sömu flokkum og settu okkar á lista viljugra þjóða, biðjist afsökunar á því að eiga þátt í morðum á saklausu fólki? Er ekki líka kominn tími á það að við hættum að móta utanríkisstefnu okkar út frá peningum og förum að móta hana út frá mannúð og friði?Höfundur er fyrrverandi formaður Hallveigar, Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun