Olaf Lies, stjórnarmaður hjá Volkswagen, segir að þeir starfsmenn fyrirtækisins sem hafi leyft að settur hafi verið upp svindlbúnaður og þeir sem hafi sett búnaðinn upp í bílum fyrirtækisins, eigi að era persónulega ábyrgð á málinu.
Lies segir í samtali við breska fréttaskýringaþáttinn Newsnight að stjórn Volkswagen hafi fyrst komist að svindlinu á síðasta stjórnarfundi fyrirtækisins.
Um 11 milljón bílar félagsins eru búnir þessum hugbúnaði, sem nemur hvenær bíllinn er útblástursmældur af opinberum aðilum, og kveikir þá á hreinsibúnaði sem dregur úr mengun. Þar af eru 5,8 milljónir bíla sem eru framleiddir undir merkjum dótturfyrirtækja Volkswagen, eins og Skoda og Audi.
Stjórnarmaður í VW vill að fólk verði dregið persónulega til ábyrgðar

Tengdar fréttir

Síðustu þrjú stóru hneyksli bílasmiða uppgötvuð af almenningi
Opinberir rannsóknaraðilar sem votta framleiðslu bílaframleiðenda uppgötva fáa galla.

Nýr forstjóri en áframhaldandi erfiðleikar hjá Volkswagen
Ef í ljós kemur að svindlhugbúnaður hafi verið í Volkswagen bílum sem innfluttir voru til Íslands, þá er Tollstjóra heimilt að endurheimta vanreiknuð gjöld allt að sex ár aftur í tímann.

1,2 milljón Skoda og 0,7 milljón Seat bíla með svindlhugbúnað
Bæði Skoda og Seat eru í eigu Volkswagen.

Svona svindlaði Volkswagen: Málið útskýrt
Slökktu á mengunarvarnarbúnaði til að fá meira út úr vélinni og minni eyðslu.