Launaþróun: 14% hækkun í ár Björgvin Guðmundsson skrifar 16. október 2015 07:00 Samkvæmt lögum á við ákvörðun lífeyris aldraðra að taka mið af launaþróun. Á þessu ári hefur launaþróunin verið þessi: Flóabandalag og Starfsgreinasamband 14,5% hækkun lágmarkslauna frá 1. maí, VR 14,5% hækkun lágmarkslauna frá 1. maí. Samiðn 15% hækkun launa, hjúkrunarfræðingar 7,7% launahækkun í ár, BHM 7,2% launahækkun í ár, grunnskólakennarar 9,5% launahækkun í ár, mjólkurfræðingar 18% hækkun í ár, læknar 25% launahækkun og Matvís 16% launahækkun. Alls nemur meðaltalslaunahækkun á árinu 14%. Aðrar hækkanir raska ekki meðaltalinu. En auk þess hafa verkalýðsfélögin samið um verulegar launahækkanir á næstu 3 árum.300 þúsund á 3 árum Verkafólk fær launahækkun upp í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. Það er 40% hækkun lágmarkslauna. Sama gildir um verslunarmenn. Kennarar framhaldsskóla sömdu um, að þeir fái 44% launahækkun á 3 árum að meðtalinni hækkun yfirstandandi árs og hækkun samkvæmt gerðardómi, grunnskólakennarar fá 33% hækkun og að auki 10% hækkun gegn afsali kennsluafsláttar. Hjúkrunarfræðingar fá 23,9% hækkun á 4 árum og BHM fær 13% hækkun á 2 árum. Læknar fá 25-40% hækkun á 3 árum. Allar þessar umsömdu launahækkanir eru liður í launaþróun.Miða má við hækkun lágmarkslauna Davíð Oddsson beitti sér fyrir því sem forsætisráðherra að lagaákvæðinu um lífeyri aldraðra og öryrkja yrði breytt þannig, að í stað þess að miða ætti við lágmarkslaun verkafólks ætti að miða við launaþróun en lífeyrir aldrei að hækka minna en næmi hækkun vísitölu neysluverðs. Í tengslum við þessa breytingu lýsti Davíð því yfir, að þetta yrði hagstæðara lífeyrisþegum en gamla fyrirkomulagið. Með tilvísun til þessarar yfirlýsingar tel ég að miða megi nú við breytingu lágmarkslauna. Samkvæmt því á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka um 14,5% frá 1. maí sl. en ef miðað er við launaþróun ársins á hækkunin að nema 14%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum á við ákvörðun lífeyris aldraðra að taka mið af launaþróun. Á þessu ári hefur launaþróunin verið þessi: Flóabandalag og Starfsgreinasamband 14,5% hækkun lágmarkslauna frá 1. maí, VR 14,5% hækkun lágmarkslauna frá 1. maí. Samiðn 15% hækkun launa, hjúkrunarfræðingar 7,7% launahækkun í ár, BHM 7,2% launahækkun í ár, grunnskólakennarar 9,5% launahækkun í ár, mjólkurfræðingar 18% hækkun í ár, læknar 25% launahækkun og Matvís 16% launahækkun. Alls nemur meðaltalslaunahækkun á árinu 14%. Aðrar hækkanir raska ekki meðaltalinu. En auk þess hafa verkalýðsfélögin samið um verulegar launahækkanir á næstu 3 árum.300 þúsund á 3 árum Verkafólk fær launahækkun upp í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum. Það er 40% hækkun lágmarkslauna. Sama gildir um verslunarmenn. Kennarar framhaldsskóla sömdu um, að þeir fái 44% launahækkun á 3 árum að meðtalinni hækkun yfirstandandi árs og hækkun samkvæmt gerðardómi, grunnskólakennarar fá 33% hækkun og að auki 10% hækkun gegn afsali kennsluafsláttar. Hjúkrunarfræðingar fá 23,9% hækkun á 4 árum og BHM fær 13% hækkun á 2 árum. Læknar fá 25-40% hækkun á 3 árum. Allar þessar umsömdu launahækkanir eru liður í launaþróun.Miða má við hækkun lágmarkslauna Davíð Oddsson beitti sér fyrir því sem forsætisráðherra að lagaákvæðinu um lífeyri aldraðra og öryrkja yrði breytt þannig, að í stað þess að miða ætti við lágmarkslaun verkafólks ætti að miða við launaþróun en lífeyrir aldrei að hækka minna en næmi hækkun vísitölu neysluverðs. Í tengslum við þessa breytingu lýsti Davíð því yfir, að þetta yrði hagstæðara lífeyrisþegum en gamla fyrirkomulagið. Með tilvísun til þessarar yfirlýsingar tel ég að miða megi nú við breytingu lágmarkslauna. Samkvæmt því á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka um 14,5% frá 1. maí sl. en ef miðað er við launaþróun ársins á hækkunin að nema 14%.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar