Erlent

Tugir féllu í árás í Nígeríu

Hermenn nokkurra ríkja hafa barist gegn Boko Haram um nokkurt skeið.
Hermenn nokkurra ríkja hafa barist gegn Boko Haram um nokkurt skeið. Vísir/EPA
Að minnsta kosti þrjátíu manns fórust þegar tvær sprengjur sprungu í nótt í mosku í nígerísku borginni Maiduguri.

Svo virðist sem um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða, einn ódæðismaður sprengdi sig í loft upp inni í bænahúsinu og sá síðari sprengdi sína sprengju þegar þeir sem komust lífs af reyndu að flýja úr byggingunni.

Borgin hefur oft þurft að sæta árásum frá liðsmönnum Boko Haram sem vilja koma á fót íslömsku ríki í Afríku. Samtökin hafa þó ekki enn lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×