Með 20 sekúndur eftir af leiknum, þrjár tilraunir, leikhlé og eitt skref í mark ákvað Carroll að láta Seattle kasta boltanum. Samt á Seattle einn kröftugasta hlaupara deildarinnar sem hefði líklega labbað auðveldlega í markið og tryggt Seattle sigur í leiknum.
Sú ákvörðun sprakk í andlitið á Carroll. New England Patriots stal boltanum og vann leikinn. Hafa ýmsir mætir menn lýst því yfir að kasta boltanum sé versta ákvörðun íþróttasögunnar.
Hún kostaði líka sitt. Hver leikmaður Seattle er sagður hafa orðið af tæplega 400 milljónum króna í bónus vegna þessarar ákvörðunar. Það er fyrir utan allar auglýsingatekjurnar sem leikmenn úr meistaraliði geta nælt sér í.
Hinn 63 ára gamli Carroll verður örugglega lengi að jafna sig á þessu ótrúlega klúðri.