Erlent

Gríðarleg sprenging á pakistönskum markaði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Parachinar stendur við landamæri Afganistans.
Parachinar stendur við landamæri Afganistans.
Minnst 15 eru látnir og 30 særðir eftir að sprengja sprakk á fjölmennum markaði í pakistönsku borginni Parachinar í morgun. Fimmtán vegfarendur eru að sama skapi taldir vera lífshættulega slasaðir.

Borgin er í norðvesturhluta landsins og er höfuðborg Kurram-héraðsins.

Flestir íbúar svæðisins eru shía-múslimar. Borgin stendur nálægt landamærum Afganistans en um 90 prósent Afgana eru súnní-múslimar. 

Ástæður sprengingarinnar eru ókunnar að svo stöddu og því ekki vitað hvort um hryðjuverk eða slys sé að ræða.

Tveir menn hafa þó verið handteknir í tengslum við málið.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari fregnir berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×