„Flottustu fréttir sem ég hef fengið lengi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2015 11:02 Fanney Björk er 65 prósent öryrki eftir að hafa smitast af lifrarbólgu C, þegar hún fékk blóðgjöf við fæðingu dóttur sinnar árið 1983. Vísir/Stefán Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem barist hefur ötullega fyrir því að fá lífsnauðsynleg lyf við lifrarbólgu C var klökk þegar Vísir náði tali af henni í morgun vegna frétta þess efnis að sjúklingar muni nú fá lyfin sem lækna sjúkdóminn í 95 til 100 prósent tilvika. „Ég bara skelf og nötra og trúi þessu varla,“ segir Fanney sem stefndi ríkinu þar sem það hafði áður neitað henni um lyfin. Báru yfirvöld fyrir sig fjárskorti en lyfið kostar um 10 milljónir króna. Aðspurð segir Fanney að hún hafi alltaf reiknað með því að botn fengist í málið og hún, sem og aðrir sjúklingar með lifrarbólgu C, fengu lyfin en hún átti ekki von á því strax. „Maður er eiginlega ekki búinn að átta sig á þessu enda er þetta búin að vera hellings barátta. Þetta er alveg stórkostlegt og flottustu fréttir sem ég hef fengið lengi,“ segir Fanney. Tanja Tómasdóttir, dóttir Fanneyjar, smitaðist af lifrarbólgu í fæðingu en hún gekk í gegnum erfiða lyfjameðferð á sínum tíma og læknaðist af sjúkdómnum. Hún fagnar fréttum dagsins á Twitter.Mamma mín er rokkstjarna! Hefði aldrei gerst án hennar baráttu! http://t.co/nRSYPlxn9a— Tanja Tomasdottir (@tanjatomm) October 7, 2015 Fer að brosa þegar Fanney verður heil heilsu „Þetta er mikið fagnaðarefni og sýnir vel hvað Landspítalinn er öflug og mikilvæg stofnun í samfélagi okkar og hvað sérfræðingar spítalans njóta mikillar alþjóðlegrar virðingar,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður sem sótti mál Fanneyjar gegn ríkinu. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfum Fanneyjar en dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Páll segir fréttir dagsins sýna að hvað þrotlaus barátta hugrakkrar konu getur haft mikil og góð áhrif á samfélag okkar. „Allir þeir sérfræðingar sem að málinu hafa komið eru á einu máli um að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að lækna þennan sjúkdóm með þessu lyfi. Þetta er auk þess sú lækning sem að Fanney á rétt á. Þessi réttur hennar til lífs og lækningar telst til mannréttinda hennar og sú ákvörðun að neita henni um lækninguna stóðst enga skoðun. Næsta skref er því að Fanney fái þessi lyf í hendurnar,“ segir Páll og bætir við að þau hafi gefið allt í þetta mál. „Við höfum barist á hæl og hnakka til þess að fá lækningu fyrir hana Fanney. Þegar hún er læknuð þá er markmiðum okkar náð. Þegar hún er heil heilsu og laus við þjáningar sínar í fyrsta sinn í yfir 30 ár, þá fer ég að brosa.“ Tengdar fréttir Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15 Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Íslenska ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar Fær ekki nauðsynlega læknismeðferð gegn lifrarbólgu. 18. september 2015 16:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem barist hefur ötullega fyrir því að fá lífsnauðsynleg lyf við lifrarbólgu C var klökk þegar Vísir náði tali af henni í morgun vegna frétta þess efnis að sjúklingar muni nú fá lyfin sem lækna sjúkdóminn í 95 til 100 prósent tilvika. „Ég bara skelf og nötra og trúi þessu varla,“ segir Fanney sem stefndi ríkinu þar sem það hafði áður neitað henni um lyfin. Báru yfirvöld fyrir sig fjárskorti en lyfið kostar um 10 milljónir króna. Aðspurð segir Fanney að hún hafi alltaf reiknað með því að botn fengist í málið og hún, sem og aðrir sjúklingar með lifrarbólgu C, fengu lyfin en hún átti ekki von á því strax. „Maður er eiginlega ekki búinn að átta sig á þessu enda er þetta búin að vera hellings barátta. Þetta er alveg stórkostlegt og flottustu fréttir sem ég hef fengið lengi,“ segir Fanney. Tanja Tómasdóttir, dóttir Fanneyjar, smitaðist af lifrarbólgu í fæðingu en hún gekk í gegnum erfiða lyfjameðferð á sínum tíma og læknaðist af sjúkdómnum. Hún fagnar fréttum dagsins á Twitter.Mamma mín er rokkstjarna! Hefði aldrei gerst án hennar baráttu! http://t.co/nRSYPlxn9a— Tanja Tomasdottir (@tanjatomm) October 7, 2015 Fer að brosa þegar Fanney verður heil heilsu „Þetta er mikið fagnaðarefni og sýnir vel hvað Landspítalinn er öflug og mikilvæg stofnun í samfélagi okkar og hvað sérfræðingar spítalans njóta mikillar alþjóðlegrar virðingar,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður sem sótti mál Fanneyjar gegn ríkinu. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfum Fanneyjar en dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Páll segir fréttir dagsins sýna að hvað þrotlaus barátta hugrakkrar konu getur haft mikil og góð áhrif á samfélag okkar. „Allir þeir sérfræðingar sem að málinu hafa komið eru á einu máli um að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að lækna þennan sjúkdóm með þessu lyfi. Þetta er auk þess sú lækning sem að Fanney á rétt á. Þessi réttur hennar til lífs og lækningar telst til mannréttinda hennar og sú ákvörðun að neita henni um lækninguna stóðst enga skoðun. Næsta skref er því að Fanney fái þessi lyf í hendurnar,“ segir Páll og bætir við að þau hafi gefið allt í þetta mál. „Við höfum barist á hæl og hnakka til þess að fá lækningu fyrir hana Fanney. Þegar hún er læknuð þá er markmiðum okkar náð. Þegar hún er heil heilsu og laus við þjáningar sínar í fyrsta sinn í yfir 30 ár, þá fer ég að brosa.“
Tengdar fréttir Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15 Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30 Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Íslenska ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar Fær ekki nauðsynlega læknismeðferð gegn lifrarbólgu. 18. september 2015 16:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15
Spurning um líf eða dauða: Skorar á ráðherra að leyfa kaup á lyfjum við lifrarbólgu C Einstæð móðir skrifar bréf til heilbrigðisráðherra. Hún er komin á örorku vegna lifrarbólgu c og svarar ekki meðferð með gömlu lyfjunum. 7. maí 2015 19:30
Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10
Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52
Íslenska ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar Fær ekki nauðsynlega læknismeðferð gegn lifrarbólgu. 18. september 2015 16:46
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent