Axel komst inn á lokaúrtökumót Nordic League Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2015 13:00 Axel Bóasson. Mynd/gsimyndir.net Keilismaðurinn Axel Bóasson verður meðal 22 keppenda á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina sem hefst í Danmörku á morgun en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Axel tryggði sér sætið með því að ná þriðja til fjórða sæti á fyrsta stiginu á mótaröðinni en það mót fór fram á Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku alveg eins og lokamótið. Axel átti frábæran fyrri keppnisdag þar sem hann lék á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann deildi efsta sætinu fyrir seinni daginn. Axel lék seinni daginn á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari en það kom þó ekki í veg fyrir að hann datt neðar en í þriðja sætið. Axel fékk sex fugla á fyrri hringnum og fimm fugla á seinni deginum. Það voru hinsvegar sex skollar og einn skrambi sem fóru með hann á seinni 18 holunum. Alls komust 22 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem hefst á morgun, fimmtudag, og fer það fram á þessum sama velli, Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku. Ólafur Björn Loftsson úr GKG verður á meðal keppenda og það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur hjá þessum flottu íslensku kylfingum. Axel Bóasson varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í sumar og Ólafur Björn tók þá þriðja sætið en Íslandsmeistari varð Þórður Rafn Gissurarson á metskori eða tólf höggum undir pari. Alls voru fimm mót á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir Nordic League atvinnumótaröðina. Mótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast vera þriðju sterkustu atvinnumannadeildir Evrópu. Mótaröðin er samvinnuverkefni danska-, sænska- og norska golfsambandsins. Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Keilismaðurinn Axel Bóasson verður meðal 22 keppenda á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina sem hefst í Danmörku á morgun en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Axel tryggði sér sætið með því að ná þriðja til fjórða sæti á fyrsta stiginu á mótaröðinni en það mót fór fram á Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku alveg eins og lokamótið. Axel átti frábæran fyrri keppnisdag þar sem hann lék á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann deildi efsta sætinu fyrir seinni daginn. Axel lék seinni daginn á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari en það kom þó ekki í veg fyrir að hann datt neðar en í þriðja sætið. Axel fékk sex fugla á fyrri hringnum og fimm fugla á seinni deginum. Það voru hinsvegar sex skollar og einn skrambi sem fóru með hann á seinni 18 holunum. Alls komust 22 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem hefst á morgun, fimmtudag, og fer það fram á þessum sama velli, Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku. Ólafur Björn Loftsson úr GKG verður á meðal keppenda og það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur hjá þessum flottu íslensku kylfingum. Axel Bóasson varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í sumar og Ólafur Björn tók þá þriðja sætið en Íslandsmeistari varð Þórður Rafn Gissurarson á metskori eða tólf höggum undir pari. Alls voru fimm mót á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir Nordic League atvinnumótaröðina. Mótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast vera þriðju sterkustu atvinnumannadeildir Evrópu. Mótaröðin er samvinnuverkefni danska-, sænska- og norska golfsambandsins.
Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira