Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Hundruð hótelherbergja verða til

Mikil uppbygging er framundan í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að það verði að passa að hótelgistingin ýti ekki íbúðaleiguhúsnæðinu úr miðbænum. Hann sér fyrir sér uppbyggingu gagnavera nærri Esjumelum og mögulegan slipp á Grundartanga. Dagur er í ítarlegu viðtali um fjárfestingu í Reykjavík.

Helgi Júlíusson sjóðsstjóri hjá Landsbréfum segir uppsafnaða þörf vera fyrir fjárfestingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Sjóðurinn hyggst taka þatt í verkefni á Hvolsvelli og í Óbyggðasetri í Fljótsdal. Á nú þegar aðild að fjórum verkefnum, sem eru Ísgöngin í Langjökli, hvalasýningin Whales of Iceland, Fákasel og Borea Adventures.

Deilur á vinnumarkaði hafa valdið því að fjárfestar sækja í auknum mæli í verðtryggð skuldabréf. Markaðsaðilar óttast hækkandi verðbólgu. Þróunin gæti valdið lækkun vaxta verðtryggðra lána. Sérfræðingur hjá greiningadeild Arion banka útskýrir málið.

Yngvi Örn Kristinsson skrifar um uppgjör gengistryggða lána, Þorbjörn Þórðarson skrifar Markaðshornið og Skjóðan og Stjórnarmaðurinn eru á sínum stað. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×