Erlent

Forseti Jemen kominn til Sádi-Arabíu

Hútar hafa síðustu vikur sölsað undir sig stóran hluta landsins.
Hútar hafa síðustu vikur sölsað undir sig stóran hluta landsins. Vísir/EPA
Forseti  Jemen Mansour   Hadi , er kominn til  Riyadh , höfuðborgar Sádi-Arabíu þar sem hann hefur fengið hæli. Loftárásir, undir forystu  Sádi-Araba  voru á ný gerðar á Jemen í nótt en markmið þeirra er að brjóta uppreisnarmenn  Húta  á bak aftur.



Þeir hafa síðustu vikur sölsað undir sig stóran hluta landsins og þar á meðal höfuðborgina  Sanaa  þar sem loftárásir  Sáda  hafa verið mestar en þeir hófu afskipti af átökunum í fyrradag. Ástandið í landinu gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öll miðausturlönd en  Hútar , sem eru  sjíta  múslimar, eru studdir af Írönum.



Hadi  og hans menn eru  hins vegar   Súnníar  og njóta stuðnings Sádi-Arabíu og Egyptalands og fleiri þjóða sömu trúar. Íranir hafa gagnrýnt afskipti  Sáda  í Jemen harkalega og varað við að þau muni hafa ófyrirséðar afleiðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×