
Hún sagði það vera mikinn létti að Almar væri kominn út, núna gæti hún loksins farið að einbeita sér af próflestrinum. „Það hefur þurft að vakta hann og þetta hefur verið mjög orkufrekt að hafa hann þarna, miklu meira en hefði ég haft hann hjá mér,“ segir Salka.
Sagt var frá því í síðustu viku að Almari hefði verið hótað og var því tekin sú ákvörðun að vakta hann yfir helgina og alveg fram að lokametrunum á þessum gjörningi sem lauk um klukkan níu í morgun.