Erlent

Neita allri ábyrgð á háum mútugreiðslum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Thorleif Enger. Einn helsti forystumaður í norsku viðskiptalífi er meðal sakborninga.
Thorleif Enger. Einn helsti forystumaður í norsku viðskiptalífi er meðal sakborninga. nordicphotos/AFP
Fjórir fyrrverandi yfirmenn norska áburðarfyrirtækisins Yara segjast allir saklausir af ákærum um stórfelldar mútugreiðslur í Líbíu, Indlandi og Rússlandi.

Fyrirtækið hefur engu að síður viðurkennt að hafa varið meira en 70 milljónum norskra króna í mútugreiðslur, eða nærri 1.200 milljörðum íslenskra króna.

Réttarhöld í málinu hófust í gær í Osló, en norskir fjölmiðlar segja þetta vera eitt stærsta spillingarmál Noregs. Reiknað er með að réttarhöldin standi yfir í nærri fimmtíu daga virka, eða meira en þrjá mánuði.

Meðal sakborninganna er Thorleif Enger, sem áratugum saman hefur verið í forystusveit norskra kaupsýslumanna. Hinir þrír eru Norðmaðurinn Tor Holba, framkvæmdastjóri hjá Yara, franskur kaupsýslumaður að nafni Daniel Clauw og bandarískur lögmaður að nafni Kendrick Taylor Wallace.

Þeir Enger, Clouw og Wallace eru allir á sjötugs- eða áttræðisaldri, hættir að vinna en með háar tekjur. Holba er 58 ára gamall, enn á launaskrá hjá Yara en búsettur á Spáni.

Yara er einn af stærstu áburðarframleiðendum heims með starfsemi í um 150 löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×