Menning

Til heiðurs Moniku Z

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Anna Gréta og Stína ætla að flytja lög sem Monika Zetterlund gerði vinsæl.
Anna Gréta og Stína ætla að flytja lög sem Monika Zetterlund gerði vinsæl.
Tónleikar til heiðurs sænsku djasssöngkonunni Monicu Zetterlund verða á laugardaginn, 10. janúar, í Norræna húsinu klukkan 20. Það er djassdúettinn 23/8 sem heldur þá en hann skipa þær Stína Ágústsdóttir söngkona og Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari.

Báðar eru þær Stína og Anna Gréta búsettar í Stokkhólmi um þessar mundir þar sem þær iðka tónlist af fullum krafti. Á tónleikunum í Norræna húsinu leika með þeim þeir Leo Lindberg á bassa, einn af rísandi stjörnum í sænska djassheiminum, og Einar Scheving á trommur.

Monica Zetterlund sló í gegn skömmu fyrir 1960, þá tæplega tvítug, og söng sig inn í hug og hjörtu djassunnenda um allan heim. Hún söng meðal annars með heimsfrægum djassistum á borð við Thad Jones, Bill Evans og Louis Armstrong. Sömuleiðis naut hún mikillar hylli sem leikkona í föðurlandi sínu, Svíþjóð, og lék bæði í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún kom til Íslands í lok áttunda áratugarins og hélt tónleika ásamt Pétri Östlund og fleirum.



Nú er Zetterlund orðin vinsæl á ný eftir að kvikmyndin Monica Z kom út í fyrra. Á tónleikunum verða flutt lög sem hún gerði vinsæl á sínum tónlistarferli, meðal þeirra eru margar góðkunnar perlur semverða fluttar á ensku, sænsku eða íslensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.