Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 17. janúar 2015 09:00 Anita Hirlekar fatahönnuður Vísir Anita Hirlekar fatahönnuður var valin af útsendara hins heimsfræga ítalska tískumerkis Bvlgari til þess að hanna tösku fyrir þau, sem framleidd verður í takmörkuðu upplagi. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég var ekki búin að útskrifast þegar ég fékk þetta verkefni og hafði einhvern veginn engan tíma til að íhuga hvað væri að gerast,“ rifjar Anita upp. Hún útskrifaðist frá Central Saint Martins í London í fyrra vor með mastersgráðu í fatahönnun og textíl. Anita fékk að vita strax eftir fundinn með Bvlgari að hún hefði fengið verkefnið og fór hugmyndavinnan strax af stað. „Ég fékk send fyrirmæli eða „brief“ frá þeim og á tveggja vikna fresti var svo Skype-fundur með rekstrarstjóranum þeirra og fleira fólki þar sem ég kynnti þeim mína sýn á verkefnið og hvað ég væri búin að gera,“ segir Anita. Í kjölfarið fór hún í leðurverksmiðju Bvlgari á Ítalíu þar sem hún fékk að sjá ferlið. „Það var svo geðveikt að sjá hvernig þetta er unnið og allt handverkið sem er á bak við töskurnar,“ segir hún. „Þetta er búið að vera mjög langt ferli og mikil hugmyndavinna, en þau voru rosalega ánægð með hugmyndina mína og útkomuna,“ segir hún. Auk þess að hanna fyrir Bvlgari var Anita skráð í alþjóðlega hönnunarkeppni í vor þar sem útskriftarlínan hennar var sýnd og komst í úrslit. Verkefnið þar var að hanna fyrir gallafatarisann Diesel, sem Anita vann og fékk í kjölfarið verkefni fyrir Diesel. Eru Diesel og Bvlgari þriðju og fjórðu merkin sem Anita vinnur fyrir, en þegar hún var í BA-námi var hún nemi hjá bæði Dior og Diane Von Furstenberg. Aðspurð hvort hún hafi ekki fengið einhver tilboð í kjölfar samstarfsins við Bvlgari játar hún því. „Ég er búin að fá fullt af fyrirspurnum, en ekkert sem ég má segja frá eins og er. Það er margt sem ég þarf að pæla í og eru mörg spennandi verkefni fram undan,“ segir Anita, sem er orðin vön því að búa í ferðatösku og flakka um. Hún segir það líf eiga ágætlega við sig enda elski hún að ferðast og sjá nýja staði. „Það er líka svo gott að geta unnið á Íslandi, þegar allt er í gegnum Skype. Það er svo gott að vera hér og safna góðri orku.“ Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Anita Hirlekar fatahönnuður var valin af útsendara hins heimsfræga ítalska tískumerkis Bvlgari til þess að hanna tösku fyrir þau, sem framleidd verður í takmörkuðu upplagi. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég var ekki búin að útskrifast þegar ég fékk þetta verkefni og hafði einhvern veginn engan tíma til að íhuga hvað væri að gerast,“ rifjar Anita upp. Hún útskrifaðist frá Central Saint Martins í London í fyrra vor með mastersgráðu í fatahönnun og textíl. Anita fékk að vita strax eftir fundinn með Bvlgari að hún hefði fengið verkefnið og fór hugmyndavinnan strax af stað. „Ég fékk send fyrirmæli eða „brief“ frá þeim og á tveggja vikna fresti var svo Skype-fundur með rekstrarstjóranum þeirra og fleira fólki þar sem ég kynnti þeim mína sýn á verkefnið og hvað ég væri búin að gera,“ segir Anita. Í kjölfarið fór hún í leðurverksmiðju Bvlgari á Ítalíu þar sem hún fékk að sjá ferlið. „Það var svo geðveikt að sjá hvernig þetta er unnið og allt handverkið sem er á bak við töskurnar,“ segir hún. „Þetta er búið að vera mjög langt ferli og mikil hugmyndavinna, en þau voru rosalega ánægð með hugmyndina mína og útkomuna,“ segir hún. Auk þess að hanna fyrir Bvlgari var Anita skráð í alþjóðlega hönnunarkeppni í vor þar sem útskriftarlínan hennar var sýnd og komst í úrslit. Verkefnið þar var að hanna fyrir gallafatarisann Diesel, sem Anita vann og fékk í kjölfarið verkefni fyrir Diesel. Eru Diesel og Bvlgari þriðju og fjórðu merkin sem Anita vinnur fyrir, en þegar hún var í BA-námi var hún nemi hjá bæði Dior og Diane Von Furstenberg. Aðspurð hvort hún hafi ekki fengið einhver tilboð í kjölfar samstarfsins við Bvlgari játar hún því. „Ég er búin að fá fullt af fyrirspurnum, en ekkert sem ég má segja frá eins og er. Það er margt sem ég þarf að pæla í og eru mörg spennandi verkefni fram undan,“ segir Anita, sem er orðin vön því að búa í ferðatösku og flakka um. Hún segir það líf eiga ágætlega við sig enda elski hún að ferðast og sjá nýja staði. „Það er líka svo gott að geta unnið á Íslandi, þegar allt er í gegnum Skype. Það er svo gott að vera hér og safna góðri orku.“
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira