Erlent

Hart barist síðustu daga

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Frá Donetsk. Aðskilnaðarsinnar segjast hafa náð flugvellinum á sitt vald.
Frá Donetsk. Aðskilnaðarsinnar segjast hafa náð flugvellinum á sitt vald.
Aðskilnaðarsinnar í austanverðri Úkraínu sögðust í gær vera búnir að ná flugvellinum í Donetsk aftur á sitt vald.

Harðir bardagar hafa geisað síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar telja að meira en 4.700 manns hafi látist í átökunum í austanverðri Úkraínu frá því í apríl síðastliðnum. Bardagar hafa haldið áfram þrátt fyrir samning um vopnahlé sem samþykktur var í september.

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræddu ástandið í Úkraínu á fundi sínum í Brussel í gær og ákváðu að refsiaðgerðum yrði ekki aflétt í bráð gegn Rússlandi, vegna stuðnings Rússa við aðskilnaðarsinna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×