Vildu ekki hugmyndir Lucas um Star Wars 22. janúar 2015 13:00 Öllum hugmyndum Lucas varðandi nýju Star Wars-myndina var ýtt út af borðinu. Vísir/Getty Leikstjórinn George Lucas, höfundur Star Wars, segir að öllum hugmyndum sínum fyrir nýju Star Wars-myndina hafi verið ýtt út af borðinu af fyrirtækinu Disney. Um hugmyndir sínar fyrir Star Wars VII. sagði hann í viðtali við vefsíðuna Cinemablend: „Varðandi þær sem ég seldi Disney-mönnum komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir vildu þær eiginlega ekki. Í staðinn fengu þeir sínar eigin hugmyndir. Þannig að þetta eru ekki hugmyndirnar sem ég skrifaði upphaflega [fyrir Star Wars: The Force Awakens],“ sagði Lucas, sem vildi leikstýra myndinni áður en Disney eignaðist fyrirtæki hans Lucasfilms árið 2012. Leikstjórinn vildi ekki fara út í smáatriði varðandi hvaða hugmyndir hans þóttu ekki nothæfar. Ljóst er að J. J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, ákvað að fara með kvikmyndabálkinn í allt aðra átt en síðustu þrjár Star Wars-myndir Lucas þar sem tölvubrellur fengu að njóta sín. Lucas hlakkar mikið til að sjá nýju myndina sem aðdáandi. „Það eina sem ég sé eftir varðandi Star Wars er að ég gat aldrei séð hana. Ég heillaðist ekki upp úr skónum í bíó þegar geimskipið fór yfir tjaldið. Ég get notið næstu myndar eins og hver annar.“ Sjálfur framleiðir Lucas teiknimyndina og fantasíuna Strange Magic sem verður gefin út vestanhafs á morgun. Hún er byggð á sögu eftir Lucas sem er undir áhrifum frá verkinu A Midsummernight's Dream eftir William Shakespeare. Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn George Lucas, höfundur Star Wars, segir að öllum hugmyndum sínum fyrir nýju Star Wars-myndina hafi verið ýtt út af borðinu af fyrirtækinu Disney. Um hugmyndir sínar fyrir Star Wars VII. sagði hann í viðtali við vefsíðuna Cinemablend: „Varðandi þær sem ég seldi Disney-mönnum komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir vildu þær eiginlega ekki. Í staðinn fengu þeir sínar eigin hugmyndir. Þannig að þetta eru ekki hugmyndirnar sem ég skrifaði upphaflega [fyrir Star Wars: The Force Awakens],“ sagði Lucas, sem vildi leikstýra myndinni áður en Disney eignaðist fyrirtæki hans Lucasfilms árið 2012. Leikstjórinn vildi ekki fara út í smáatriði varðandi hvaða hugmyndir hans þóttu ekki nothæfar. Ljóst er að J. J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, ákvað að fara með kvikmyndabálkinn í allt aðra átt en síðustu þrjár Star Wars-myndir Lucas þar sem tölvubrellur fengu að njóta sín. Lucas hlakkar mikið til að sjá nýju myndina sem aðdáandi. „Það eina sem ég sé eftir varðandi Star Wars er að ég gat aldrei séð hana. Ég heillaðist ekki upp úr skónum í bíó þegar geimskipið fór yfir tjaldið. Ég get notið næstu myndar eins og hver annar.“ Sjálfur framleiðir Lucas teiknimyndina og fantasíuna Strange Magic sem verður gefin út vestanhafs á morgun. Hún er byggð á sögu eftir Lucas sem er undir áhrifum frá verkinu A Midsummernight's Dream eftir William Shakespeare.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira