Leikhúskaffi í Gerðubergi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2015 13:30 Sviðið er eins og útvarpsleikhús og mikið lagt upp úr hljóðmyndinni í Ofsa. „Leikhúskaffið verður fjórum sinnum nú á vormisseri, alltaf síðasta miðvikudag mánaðarins klukkan 20 og byrjar í kvöld,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, bókmenntafræðingur hjá Borgarbókasafninu og tekur fram að dagskráin sé samstarfsverkefni safnsins og Þjóðleikhússins. „Þær sýningar sem við fjöllum um eru í fyrsta lagi Ofsi sem leikhópurinn Aldrei óstelandi sýnir í Kassanum og er byggð á samnefndri bók Einars Kárasonar. Marta Nordal, leikstjóri og höfundur leikgerðar, kemur ásamt leikurum úr sýningunni þeim Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Stefáni Halli Stefánssyni ásamt höfundi bókarinnar. Þau skiptast á að segja frá því hvernig verkið var unnið og lýsa æfingaferlinu. Gestum gefst svo kostur á að bera upp spurningar.“ Stella Soffía upplýsir að í febrúar verði fjallað um Bjart í Sumarhúsum, þá komi Símon Birgisson dramatúrg og fái með sér Atla Rafn Sigurðarson sem leikur titilhlutverkið.Hugmyndin er að leikhúskaffið verði á bókmenntalegum nótum, að sögn Stellu Soffíu.„Svo er lengra í hin kvöldin en það er búið að ákveða að fjalla um Segulsvið, nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson rithöfund, í mars og síðasta verkið er Fjalla-Eyvindur. Við höfum verið með bókakaffi, handverkskaffi og heimspekikaffi en þetta er í fyrsta skipti sem við efnum til leikhúskaffis. Hugmyndin er að það verði á bókmenntalegum nótum og aðgangur er ókeypis og öllum heimill,“segir Stella Soffía Í verkinu Ofsa segir frá endurkomu Gissurar Þorvaldssonar úr Noregsför. Hann vill leita sátta við Sturlunga og blásið er til brúðkaups á Flugumýri í þeim tilgangi. En ekki fer allt eins og Gissur ætlar, eins og kunnugt er. Sýningin í Kassanum í Þjóðleikhúsinu hefur hlotið lof gagnrýnenda og vakið athygli fyrir snjallar lausnir og óvenjulega nálgun á bók Einars. Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Leikhúskaffið verður fjórum sinnum nú á vormisseri, alltaf síðasta miðvikudag mánaðarins klukkan 20 og byrjar í kvöld,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, bókmenntafræðingur hjá Borgarbókasafninu og tekur fram að dagskráin sé samstarfsverkefni safnsins og Þjóðleikhússins. „Þær sýningar sem við fjöllum um eru í fyrsta lagi Ofsi sem leikhópurinn Aldrei óstelandi sýnir í Kassanum og er byggð á samnefndri bók Einars Kárasonar. Marta Nordal, leikstjóri og höfundur leikgerðar, kemur ásamt leikurum úr sýningunni þeim Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Stefáni Halli Stefánssyni ásamt höfundi bókarinnar. Þau skiptast á að segja frá því hvernig verkið var unnið og lýsa æfingaferlinu. Gestum gefst svo kostur á að bera upp spurningar.“ Stella Soffía upplýsir að í febrúar verði fjallað um Bjart í Sumarhúsum, þá komi Símon Birgisson dramatúrg og fái með sér Atla Rafn Sigurðarson sem leikur titilhlutverkið.Hugmyndin er að leikhúskaffið verði á bókmenntalegum nótum, að sögn Stellu Soffíu.„Svo er lengra í hin kvöldin en það er búið að ákveða að fjalla um Segulsvið, nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson rithöfund, í mars og síðasta verkið er Fjalla-Eyvindur. Við höfum verið með bókakaffi, handverkskaffi og heimspekikaffi en þetta er í fyrsta skipti sem við efnum til leikhúskaffis. Hugmyndin er að það verði á bókmenntalegum nótum og aðgangur er ókeypis og öllum heimill,“segir Stella Soffía Í verkinu Ofsa segir frá endurkomu Gissurar Þorvaldssonar úr Noregsför. Hann vill leita sátta við Sturlunga og blásið er til brúðkaups á Flugumýri í þeim tilgangi. En ekki fer allt eins og Gissur ætlar, eins og kunnugt er. Sýningin í Kassanum í Þjóðleikhúsinu hefur hlotið lof gagnrýnenda og vakið athygli fyrir snjallar lausnir og óvenjulega nálgun á bók Einars.
Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira