Menning

Falleg verk sem fólk getur virkilega notið

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ástríður Alda og Emilía Rós hafa átt gjöfult samstarf síðustu ár, meðal annars á geisladiskinum Portrait.
Ástríður Alda og Emilía Rós hafa átt gjöfult samstarf síðustu ár, meðal annars á geisladiskinum Portrait.
„Við reynum oft að vinna í samhengi við sýninguna sem er í salnum og eitt málverkanna hans Jóns Óskars heitir Saanctuary – Griðastaður, mjög fallegt málverk,“ segir Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari. Hún kemur fram á hádegistónleikum í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg í dag ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanóleikara.

„Yfirskrift tónleikanna er Griðastaður, því þeir eru griðastaður áheyrendanna,“ segir Emilía Rós.

„Við spilum ofsalega falleg verk þannig að fólk getur komið og virkilega notið. Það eru Poulenc-sónata, Rómansa eftir Saint Saëns og tvö lítil verk eftir Fauré sem margir þekkja. Yndisleg tónlist og alger klassík.“

Tónleikarnir hefjast klukkan 12.10.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.