Finn fegurð í úreltri tækni leikjatölva og símtækja Magnús Guðmundsson skrifar 31. janúar 2015 13:00 „Hér er nákvæmlega hljómburðurinn sem ég er að leita að,“ segir Cory Arcangel um Hafnarhúsið. vísir/stefán Í dag, laugardag verður opnuð í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur sýningin Margt smálegt eftir bandaríska listamanninn Cory Arcangel, sem verður viðstaddur opnunina. Sýningarstjóri er Michael Bank Christoffersen en sýningin er unnin í samstarfi við HEART – Herning listasafnið í Danmörku. Cory Arcangel hefur á liðnum árum skapað sér nafn í listaheiminum sem frumkvöðull í því að leiða saman stafræna tækni og list. Hluti af þessari nálgun hans felst í áhuga hans á kynslóðum, nálgun þeirra við tækni, umhverfi sitt og birtingarmyndir þeirra. „Ég var sjálfur þungarokkari á unglingsárunum og það situr í manni sem maður gerir ungur. Úr þungarokkinu færðist ég yfir í danstónlistina en þungarokkið er alltaf sterkt í mér og ég hlusta á það enn þá. En danstónslitin er svo tæknigetin að hún hefur eflaust átt þátt í þeim tengingum sem ég er að vinna með í minni listsköpun. Rætur mínar eru í raun miklu meira í tónlistinni en myndlistinni. Ég fékk frekar klassíska tónlistarmenntun í Bandaríkjunum en svo æxlaðist það einhvern veginn þannig að ég fór aðra leið. Einhvers konar sköpun var þó alltaf það sem átti fyrir mér að liggja og ég er af þeirri kynslóð, fæddur 1978, sem var að byrja að fást við leikjatölvur, forritun og slíkt.“ Á sýningunni er að finna bæði ný og eldri verk eftir listamanninn en þau hafa í raun öll verið endurunnin fyrir sýninguna. Verkin eru hönnuð í samhengi við t.d. sýningarrýmið, kvikmynd, gjörning, vefinn og gjafaverslunina. Arcangel vinnur verkin í mismunandi miðla en á sýningunni má m.a. sjá sundnúðlur úr frauði skreyttar textílefnum og rafteindatækjum, flatskjái sem sýna gamaldags myndáhrif frá vefnum, myndbandsverk knúið áfram af breyttum leikjatölvufjarstýringum og píanóverk í anda naumhyggju. Það er þó einkar athyglisvert hversu heildstæð sýningin er og er það ekki síst fyrir tilstilli þess hvernig listamaðurinn vinnur ætíð með endurunna tækni með einum eða öðrum hætti. Skilin milli dægurmenningar og listar verða óljós enda má segja að í gegnum tæknina þá gegnsýri hann hversdaginn. „Ég finn vissa fegurð í þessari tækni sem var eitt sinn í fremstu röð en er nú ónothæf og úreld. Margt af þessu er í raun ekki einu sinni neitt gamalt en þróunin er svo fáránlega hröð. Ég hef alltaf verið að vinna með þessa tækni að miklu leyti því stór hluti af því sem ég er að gera er að skoða okkar samfélag og þar á meðal ákveðnar erkitýpur sem flestir þekkja nú í vestrænum samfélögum þótt þær séu bandarískar í grunninn.“ Verk Cory Arcangel hafa á liðnum árum verið sýnd í mörgum af virtari nútímalistasöfnum heims og má þar á meðal nefna Carnegie Museum of Art, Barbican og MoCa í Miami svo aðeins örfá séu nefnd. Verk hans má einnig finna í safneignum MoMA, Smithsonian og Tate. Það er þó gaman að sjá og heyra hversu ánægður hann er með það sýningarrými sem hann er að vinna með í Hafnarhúsinu. „Þar sem hljóð og tónlist eru ákaflega mikilvægur þáttur í minni sköpun skiptir tæknin vissulega miklu máli. Tæknin er burðarás við miðlun tónlistar en til þess að koma þessu til skila með heildrænum hætti í mínum verkum þá skiptir rýmið gríðarlega miklu máli. Ég er sérstaklega ánægður með það rými sem er ég er að vinna með hér í Listasafni Reykjavíkur. Það hefur þessar frábæru súlur sem ég get stillt verkunum upp að, hæfilega stóra og hráa sali og síðast en ekki síst þá er hérna nákvæmlega hljómburðurinn sem ég er að leita að.“ Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag, laugardag verður opnuð í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur sýningin Margt smálegt eftir bandaríska listamanninn Cory Arcangel, sem verður viðstaddur opnunina. Sýningarstjóri er Michael Bank Christoffersen en sýningin er unnin í samstarfi við HEART – Herning listasafnið í Danmörku. Cory Arcangel hefur á liðnum árum skapað sér nafn í listaheiminum sem frumkvöðull í því að leiða saman stafræna tækni og list. Hluti af þessari nálgun hans felst í áhuga hans á kynslóðum, nálgun þeirra við tækni, umhverfi sitt og birtingarmyndir þeirra. „Ég var sjálfur þungarokkari á unglingsárunum og það situr í manni sem maður gerir ungur. Úr þungarokkinu færðist ég yfir í danstónlistina en þungarokkið er alltaf sterkt í mér og ég hlusta á það enn þá. En danstónslitin er svo tæknigetin að hún hefur eflaust átt þátt í þeim tengingum sem ég er að vinna með í minni listsköpun. Rætur mínar eru í raun miklu meira í tónlistinni en myndlistinni. Ég fékk frekar klassíska tónlistarmenntun í Bandaríkjunum en svo æxlaðist það einhvern veginn þannig að ég fór aðra leið. Einhvers konar sköpun var þó alltaf það sem átti fyrir mér að liggja og ég er af þeirri kynslóð, fæddur 1978, sem var að byrja að fást við leikjatölvur, forritun og slíkt.“ Á sýningunni er að finna bæði ný og eldri verk eftir listamanninn en þau hafa í raun öll verið endurunnin fyrir sýninguna. Verkin eru hönnuð í samhengi við t.d. sýningarrýmið, kvikmynd, gjörning, vefinn og gjafaverslunina. Arcangel vinnur verkin í mismunandi miðla en á sýningunni má m.a. sjá sundnúðlur úr frauði skreyttar textílefnum og rafteindatækjum, flatskjái sem sýna gamaldags myndáhrif frá vefnum, myndbandsverk knúið áfram af breyttum leikjatölvufjarstýringum og píanóverk í anda naumhyggju. Það er þó einkar athyglisvert hversu heildstæð sýningin er og er það ekki síst fyrir tilstilli þess hvernig listamaðurinn vinnur ætíð með endurunna tækni með einum eða öðrum hætti. Skilin milli dægurmenningar og listar verða óljós enda má segja að í gegnum tæknina þá gegnsýri hann hversdaginn. „Ég finn vissa fegurð í þessari tækni sem var eitt sinn í fremstu röð en er nú ónothæf og úreld. Margt af þessu er í raun ekki einu sinni neitt gamalt en þróunin er svo fáránlega hröð. Ég hef alltaf verið að vinna með þessa tækni að miklu leyti því stór hluti af því sem ég er að gera er að skoða okkar samfélag og þar á meðal ákveðnar erkitýpur sem flestir þekkja nú í vestrænum samfélögum þótt þær séu bandarískar í grunninn.“ Verk Cory Arcangel hafa á liðnum árum verið sýnd í mörgum af virtari nútímalistasöfnum heims og má þar á meðal nefna Carnegie Museum of Art, Barbican og MoCa í Miami svo aðeins örfá séu nefnd. Verk hans má einnig finna í safneignum MoMA, Smithsonian og Tate. Það er þó gaman að sjá og heyra hversu ánægður hann er með það sýningarrými sem hann er að vinna með í Hafnarhúsinu. „Þar sem hljóð og tónlist eru ákaflega mikilvægur þáttur í minni sköpun skiptir tæknin vissulega miklu máli. Tæknin er burðarás við miðlun tónlistar en til þess að koma þessu til skila með heildrænum hætti í mínum verkum þá skiptir rýmið gríðarlega miklu máli. Ég er sérstaklega ánægður með það rými sem er ég er að vinna með hér í Listasafni Reykjavíkur. Það hefur þessar frábæru súlur sem ég get stillt verkunum upp að, hæfilega stóra og hráa sali og síðast en ekki síst þá er hérna nákvæmlega hljómburðurinn sem ég er að leita að.“
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira