Geta tvær manneskjur búið til byltingu? Magnús Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2015 15:00 Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir leita að jafnvægi í Tjarnarbíói á sunnudagskvöldið. PLANE er samstarfsverkefni danshöfundanna og dansaranna Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur og Katrínar Gunnarsdóttur en þær hafa unnið saman í tæp tíu ár, fyrst undir formerkjum Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar, en síðan sem dúett og er þetta annað verkið sem þær tvær setja upp saman. Fyrir fyrri sýninguna, Coming Up, hlutu þær Grímuverðlaunin 2013 sem danshöfundar ársins. Melkorka segir sýninguna nú hafa verið lengi í gerjun þó svo aðalvinnan hafi farið í gang í janúar. „Það er ákveðinn skyldleiki á milli fyrri sýningarinnar okkar og þessarar þar sem þær báðar byggja á ákveðnum hugtökum leikhússins. Að þessu sinni er rauði þráðurinn jafnvægi og það hugtak hefur leitt okkur víða. Jafnvægi er hreyfihugtak og samfélagslega séð erum við til að mynda að skoða lýðræði og almennt samfélagslegt jafnvægi. Við notum okkur sjálfar, líkama okkar og hreyfingar sem andstæður til þess að finna jafnvægi, enda erum við Katrín í senn ólíkar í útliti en líkar í hugsun. Við vinnum með andstæður á sem flestum flötum og leikmyndin vísar í það sem er venjulegt og óvenjulegt í senn. Stundum þarf að raska jafnvæginu, t.d. ef horft er til lýðræðis eða samfélagsins almennt, en við endurheimt jafnvægisins er staðan orðin betri og stöðugri en áður. Þannig spyrjum við okkur hvernig tvær manneskjur geta búið til byltingu? Geta tvær manneskjur komið af stað byltingu? Er það hægt með tveimur dönsurum á sviði?“ Melkorka segir að mikilvægur hluti af sýningunni sé að þær myndi í raun hljóðmyndina sjálfar á sviðinu. „Við notum hljóðkerfi sem tekur upp og spilar aftur hljóðin sem við myndum innan sýningarinnar og með því myndast eins konar hugleiðsluheimur, okkar heimur. Við gerðum þetta einnig í fyrri sýningunni okkar en núna er áherslan á að þetta sé hljóðheimur og hreyfingaheimur að kallast á. Hreyfingar leiða af sér dáleiðandi ástand þar sem erfitt er að geta sér til um hver er með og hver er á móti. PLANE er sýning þar sem tveir líkamar halda sig á línunni, hlið við hlið, skref fyrir skref. Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
PLANE er samstarfsverkefni danshöfundanna og dansaranna Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur og Katrínar Gunnarsdóttur en þær hafa unnið saman í tæp tíu ár, fyrst undir formerkjum Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar, en síðan sem dúett og er þetta annað verkið sem þær tvær setja upp saman. Fyrir fyrri sýninguna, Coming Up, hlutu þær Grímuverðlaunin 2013 sem danshöfundar ársins. Melkorka segir sýninguna nú hafa verið lengi í gerjun þó svo aðalvinnan hafi farið í gang í janúar. „Það er ákveðinn skyldleiki á milli fyrri sýningarinnar okkar og þessarar þar sem þær báðar byggja á ákveðnum hugtökum leikhússins. Að þessu sinni er rauði þráðurinn jafnvægi og það hugtak hefur leitt okkur víða. Jafnvægi er hreyfihugtak og samfélagslega séð erum við til að mynda að skoða lýðræði og almennt samfélagslegt jafnvægi. Við notum okkur sjálfar, líkama okkar og hreyfingar sem andstæður til þess að finna jafnvægi, enda erum við Katrín í senn ólíkar í útliti en líkar í hugsun. Við vinnum með andstæður á sem flestum flötum og leikmyndin vísar í það sem er venjulegt og óvenjulegt í senn. Stundum þarf að raska jafnvæginu, t.d. ef horft er til lýðræðis eða samfélagsins almennt, en við endurheimt jafnvægisins er staðan orðin betri og stöðugri en áður. Þannig spyrjum við okkur hvernig tvær manneskjur geta búið til byltingu? Geta tvær manneskjur komið af stað byltingu? Er það hægt með tveimur dönsurum á sviði?“ Melkorka segir að mikilvægur hluti af sýningunni sé að þær myndi í raun hljóðmyndina sjálfar á sviðinu. „Við notum hljóðkerfi sem tekur upp og spilar aftur hljóðin sem við myndum innan sýningarinnar og með því myndast eins konar hugleiðsluheimur, okkar heimur. Við gerðum þetta einnig í fyrri sýningunni okkar en núna er áherslan á að þetta sé hljóðheimur og hreyfingaheimur að kallast á. Hreyfingar leiða af sér dáleiðandi ástand þar sem erfitt er að geta sér til um hver er með og hver er á móti. PLANE er sýning þar sem tveir líkamar halda sig á línunni, hlið við hlið, skref fyrir skref.
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira