Myndlistin gerir mig sterkan og lífið skemmtilegra magnús guðmundsson skrifar 19. febrúar 2015 15:00 Þessi viðurkenning hvetur mig áfram í minni listsköpun, segir Karl Guðmundsson myndlistarmaður. Akureyringurinn Karl Guðmundsson er listamaður ársins 2015 hjá List án landamæra Listahátíð sem er meðal stærstu utangarðslistahátíða í Evrópu og er haldin árlega á landsvísu. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum og stuðlar að jafnrétti í menningarlífinu. Markmið hátíðarinnar er að brjóta niður múra milli samfélagshópa og gerir það m.a. með því að stuðla að samstarfi listamanna með ólíkan bakgrunn. Við listsköpun sína nýtir Karl aðstoðarmenn ýmist við að dýfa pensli og setja í hönd eða þekja dekk hjólastóls af málningarefnum sem hann ekur um verkflötinn á gólfi. Þannig verða til mögnuð verk með dekkjaförunum einum. Karl segir að það hafi verið Rósa Kristín Júlíusdóttir, fyrsti myndlistarkennarinn hans, sem vakti myndlistaráhugann. „Hún hafði trú á mér og tók mér eins og hverjum öðrum nemanda. Þessi byrjun, þegar ég var sex ára, fyrir 22 árum varð til þess að ég hélt áfram að læra hjá Rósu og síðustu átta árin höfum við unnið saman sem vinir í listinni. Við hittumst alltaf á sunnudögum og vinnum saman. Að fá þessa viðurkenningu núna er mjög mikilvæg fyrir mig og hvetur mig áfram. Ég er að sýna með list minni að fatlaðir geta skapað eins og aðrir. Mér finnst myndlistin gera mig sterkan. Listin gerir lífið skemmtilegra og mig hæfari að lifa lífinu sem einstaklingur.“ Karl hefur fullan hug á því að halda áfram að vinna í myndlistinni enda er það honum mikilvægt að geta skapað. „Ég nýti myndlistina til þess að skapa og hún auðgar líf mitt. Ég finn fyrir gleði þegar ég get notað hendurnar til að mála og leira. Ég hanna líka hluti, t.d. töskur, og ég nýt þess þegar ég sé að það sem ég bý til gagnast og gleður líka aðra. Þessi tilnefning er mér mjög mikilvæg og ég veit að árið 2015 verður örugglega ögrandi og skemmtilegt. Ég tek þátt í nokkrum sýningum, bæði í Reykjavík og hér heima. Til dæmis koma finnskir listamenn, sem við sýndum með í Norræna húsinu í fyrravor, hingað til Akureyrar og sýna með okkur Rósu í ágúst. Það er frábær hópur, bæði myndlistarfólk og danshópur.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Akureyringurinn Karl Guðmundsson er listamaður ársins 2015 hjá List án landamæra Listahátíð sem er meðal stærstu utangarðslistahátíða í Evrópu og er haldin árlega á landsvísu. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum og stuðlar að jafnrétti í menningarlífinu. Markmið hátíðarinnar er að brjóta niður múra milli samfélagshópa og gerir það m.a. með því að stuðla að samstarfi listamanna með ólíkan bakgrunn. Við listsköpun sína nýtir Karl aðstoðarmenn ýmist við að dýfa pensli og setja í hönd eða þekja dekk hjólastóls af málningarefnum sem hann ekur um verkflötinn á gólfi. Þannig verða til mögnuð verk með dekkjaförunum einum. Karl segir að það hafi verið Rósa Kristín Júlíusdóttir, fyrsti myndlistarkennarinn hans, sem vakti myndlistaráhugann. „Hún hafði trú á mér og tók mér eins og hverjum öðrum nemanda. Þessi byrjun, þegar ég var sex ára, fyrir 22 árum varð til þess að ég hélt áfram að læra hjá Rósu og síðustu átta árin höfum við unnið saman sem vinir í listinni. Við hittumst alltaf á sunnudögum og vinnum saman. Að fá þessa viðurkenningu núna er mjög mikilvæg fyrir mig og hvetur mig áfram. Ég er að sýna með list minni að fatlaðir geta skapað eins og aðrir. Mér finnst myndlistin gera mig sterkan. Listin gerir lífið skemmtilegra og mig hæfari að lifa lífinu sem einstaklingur.“ Karl hefur fullan hug á því að halda áfram að vinna í myndlistinni enda er það honum mikilvægt að geta skapað. „Ég nýti myndlistina til þess að skapa og hún auðgar líf mitt. Ég finn fyrir gleði þegar ég get notað hendurnar til að mála og leira. Ég hanna líka hluti, t.d. töskur, og ég nýt þess þegar ég sé að það sem ég bý til gagnast og gleður líka aðra. Þessi tilnefning er mér mjög mikilvæg og ég veit að árið 2015 verður örugglega ögrandi og skemmtilegt. Ég tek þátt í nokkrum sýningum, bæði í Reykjavík og hér heima. Til dæmis koma finnskir listamenn, sem við sýndum með í Norræna húsinu í fyrravor, hingað til Akureyrar og sýna með okkur Rósu í ágúst. Það er frábær hópur, bæði myndlistarfólk og danshópur.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið