Lífið

Annað slys á tökustað

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Óhöpp Daniel Craig slasaðist á hné í síðustu viku og nú varð annað slys við tökur á Spectre.
Óhöpp Daniel Craig slasaðist á hné í síðustu viku og nú varð annað slys við tökur á Spectre. vísir/getty
Tökur standa nú yfir á nýjustu James Bond-myndinni, Spectre, í Solden í Austurríki.

Ökumaður vörubíls sem hlaðinn var myndavélabúnaði missti stjórn á bílnum og hafnaði í nálægri hlöðu. Fregnir herma að að minnsta kosti einn meðlimur tökuliðsins sé alvarlega slasaður.

Einn af þeim sem lentu í slysinu var aðstoðarleikstjórinn Terry Madden sem unnið hefur í öllum Bond-myndum síðan árið 1981 þegar For Your Eyes Only kom út.

Fyrir rúmri viku meiddist leikarinn Daniel Craig, sem leikur sjálfan Bond, á hné við tökur á slagsmálaatriði.

Spectre er tuttugasta og fjórða Bond-myndin en tökur fara fram á mörgum stöðum í Evrópu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×