Lífið

Í tónleikaferð með Vance Joy

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Kaleo hefur verið í London að undanförnu að taka upp en er á leið til Bandaríkjanna í tónleikaferðalag með Vance Joy.
Hljómsveitin Kaleo hefur verið í London að undanförnu að taka upp en er á leið til Bandaríkjanna í tónleikaferðalag með Vance Joy. Mynd/Baldvin Vernharðsson
Hljómsveitin Kaleo er á leið í tónleikaferð um Bandaríkin með ástralska tónlistarmanninum Vance Joy, en hann hefur notið gífurlegra vinsælda í heimalandi sínu og víðar.

„Það er mikil tilhlökkun í okkar. Við byrjum í Seattle 9. apríl og endum í Norfolk 11. júní,“ segir Jökull Júlíusson söngvari og gítarleikari Kaleo.

Sveitin kemur fram ásamt Vance Joy í Portland, Denver, Houston og Chicago en þó hafa ekki allar tónleikadagsetningarnar verið gerðar opinberar.

Vance Joy hefur gert það gott í Ástralíu og átti meðal annars eitt vinsælasta lag ársins 2013 þar í landi, lagið Riptide. Hann gerði samning við Atlantic Records árið 2013 en Kaleo gerði einmitt samning við sama fyrirtæki á síðasta ári. Fyrsta plata Vance Joy, Dream Your Life Away, hefur fengið prýðisdóma víða um heim.

Kaleo er nú stödd í London þar sem hún vinnur hörðum höndum í hljóðveri en hún flýgur vestur um haf í næstu viku. „Við verðum aðallega í Bandaríkjunum á næstunni og verðum til dæmis á South by South West-hátíðinni í mars,“ bætir Jökull við. Þá kemur sveitin einnig fram í Boston í mars á tónleikum á vegum Taste of Iceland.


Tengdar fréttir

Óprúttinn aðili þykist vera Jökull í Kaleo

"Það hefur verið haft samband við mig oftar en einu sinni og ég spurður hvort að þetta væri í raun og veru ég á þessum og hinum miðlum,“ segir Jökull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×