Lífið

Upphitun fyrir Dubai á Loftinu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Davíð Berndsen og Hermigervill verða í fyrsta sinn með dj-sett saman í kvöld.
Davíð Berndsen og Hermigervill verða í fyrsta sinn með dj-sett saman í kvöld. vísir/gva
„Þetta verður alvöru upphitun fyrir ferðalagið okkar til Dubai og ég lofa miklu fjöri,“ segir tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen. Hann kemur fram ásamt Hermigervli á Loftinu í kvöld en þetta er í fyrsta sinn sem þeir félagar leiða saman hesta sína á þennan hátt. „Við erum að spila dj-sett saman í fyrsta sinn og erum mjög spenntir,“ bætir Berndsen við.

Þeir félagar fara til Dubai að spila á heljarinnar klúbbakvöldi í byrjun mars. „Við förum þangað út 4. mars og svo eru tónleikarnir 5. mars. Það er mikil tilhlökkun fyrir ferðinni og er ég sérstaklega spenntur fyrir því að fara á bak á úlfalda,“ segir Berndsen og hlær. Þá er einnig á stefnuskránni að skoða dýralífið enn frekar og meðal annars klappa skjaldbökum.

Berndsen og Hermigervill eru með ýmislegt annað í gangi og eru fleiri ferðalög á döfinni. „Eftir Dubai erum við að fara í aðra ferð en ég má því miður ekki tjá mig um hana að svo stöddu.“

Berndsen og Hermigervill ætla að hefja stuðið á Loftinu í Austurstræti 9 í kvöld klukkan 22.00 og er frítt inn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×