Lífið

Bergur Ebbi snýr aftur á svið með Mið-Íslandi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Bergur Ebbi ætlar að grína með félögum sínum um helgina.
Bergur Ebbi ætlar að grína með félögum sínum um helgina.
„Ég hlakka til að koma og vera með uppistand í besta uppistandsklúbbi á Íslandi, Þjóðleikhúskjallaranum, með félögum mínum í Mið-Íslandi,“ segir grínarinn og gleðigjafinn Bergur Ebbi Benediktsson. Hann er kominn heim og heldur uppistand með Mið-Íslandi um helgina en hann er nú búsettur í Kanada þar sem hann stundar nám.

Félagar hans eru himinlifandi að endurheimta félaga sinn. „Við erum búin að fá frábært fólk í stað Bergs á meðan hann hefur verið í Kanada. En við erum ótrúlega ánægðir fá hann heim,“ segir Jóhann Alfreð, einn af meðlimum Mið-Íslands.

Bergur Ebbi ætlar að vera með nýtt efni á uppstandinu. „Ég verð að sjálfsögðu með nýtt efni og það verður að hluta byggt á því hvernig tilfinning það er að kúpla sig út úr íslensku samfélagi og sjá það aðeins utan frá. Ég hef ekki fylgst djúpt með íslenskri umræðu og það er gott. Ég er vonandi með ferskari sýn fyrir vikið,“ útskýrir Bergur Ebbi og hlær.

Hann ætlar að nota reynslu sína frá Kanada til gríns. „Mig langar til dæmis mikið til að fjalla um Vestur-Íslendinga, fjölmenningarsamfélagið og fleira sem er í gangi hér í Kanada.“

Nýjasta uppistand Mið-Íslands, Lengi lifi Mið-Ísland, fer fram í kvöld og þá verða tvö uppistönd á föstudags- og laugardagskvöld en uppistandið fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×