Lífið

Fyllir Fokker af listafólki norður á Akureyri

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Nóg um að vera hjá Friðriki Ómari sem stendur fyrir tveimur tónleikasýningum á Akureyri um helgina.
Nóg um að vera hjá Friðriki Ómari sem stendur fyrir tveimur tónleikasýningum á Akureyri um helgina. Mynd/Gassi
„Það má eiginlega segja það að við séum að fylla Fokkerinn af listafólki,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson. Hann stendur fyrir tveimur tónleikasýningum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri um helgina og flytur af

því tilefni um það bil þrjátíu listamenn frá Reykjavík til Akureyrar.

Tónleikasýningarnar eru annars vegar sýningin Töfrar Tom Jones í kvöld og Meatloaf-sýningin Bat Out of Hell annað kvöld .

„Það er mikil tilhlökkun í hópnum fyrir helginni. Þetta er í fyrsta sinn sem við förum með Tom Jones-sýninguna norður en á hinn bóginn verður þetta því miður okkar allra síðasta Bat Out of Hell-sýning sem fer fram, þannig að það eru líka blendnar tilfinningar,“ segir Friðrik Ómar.

Friðrik Ómar og félagar draga líklega gítarinn á loft í Fokkernum.
Um það bil átta þúsund manns hafa nú þegar séð Bat Out of Hell-sýninguna, fyrir utan allan þann fjölda sem sá sýninguna á Fiskideginum mikla á Dalvík í sumar.

Í báðum sýningunum er fjöldinn allur af listamönnum sem ferðast nú landshlutanna á milli. „Það er aldrei að vita nema gítarinn verði dreginn á loft í vélinni,“ segir Friðrik Ómar og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×