Lífið

Leggja mikið upp úr fjölbreyttum tónleikum

Félagar Hjálmar Jakob Grétarsson yfirkokkur og Sigurður Einarsson eigandi vilja ekki síður leggja áherslu á að hýsa flotta tónleika.
Félagar Hjálmar Jakob Grétarsson yfirkokkur og Sigurður Einarsson eigandi vilja ekki síður leggja áherslu á að hýsa flotta tónleika. mynd/GauiH
„Við viljum ekki bara stimpla okkur inn sem veitingastaður, því við höfum og ætlum að vera virkir í að hýsa flotta tónleika,“ segir Hjálmar Jakob Grétarsson, yfirkokkur á veitingastaðnum Frederiksen Ale House.

Staðurinn, sem er tiltölulega nýr af nálinni, hefur vakið talsverða athygli fyrir það að vera ekki einungis veitingastaður heldur einnig tónleikastaður.

„Það eru vissulega einhverjir veitingastaðir sem standa einnig fyrir tónleikum en við reynum að skapa okkur sérstöðu með því að hafa möguleika á að hýsa allt frá stórum rokktónleikum yfir í létta stemningu.“

Til að mynda var staðurinn einn af tónleikastöðunum á Iceland Airwaves hátíðinni. 

Veitinga- og tónleikastaðurinn, Frederiksen Ale House.
„Þegar við opnuðum staðinn var alltaf hugmyndin að geta hýst tónleika, ekki bara rólega órafmagnaða tónleika heldur einnig rokktónleika þegar að fólk er búið að borða og þess háttar. Við opnum klukkan 11.00 og eldhúsið lokar klukkan 22.00 og svo taka við tónleikar.“

„Við erum líka alltaf að prófa eitthvað nýtt í matargerð og það vita líklega ekki allir að því hvað við leggjum mikið í okkar matargerð. Við erum meðal annars alltaf að þróa barsnakkið okkar sem er einstakt,“ útskýrir Hjálmar.

Það er nóg framundan hjá staðnum og eru til að mynda tónleikar með Eyþóri Inga og Atómskáldunum í kvöld á staðnum og þá er þétt dagskrá næstu vikur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×