Lífið

Heilsubók Röggu Nagla söluhæst

Guðrún Ansnes skrifar
Ragga fagnar að trukkalessu stimpillinn sé á undanhaldi þegar talað er um konur í lyftingum
Ragga fagnar að trukkalessu stimpillinn sé á undanhaldi þegar talað er um konur í lyftingum Mynd/Árni Tryggvason
Heilsubók Röggu Nagla trónir á toppi metsölulista bókabúða fyrir janúar.

„Ég átti ekkert endilega von á þessu, vissi að mamma og pabbi myndu splæsa í eintak og að maðurinn minn hefði ekkert val svo þar voru pottþéttar sölur. Eintökunum hefur hinsvegar nánast verið mokað út svo ég er afar sátt.“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli.

Bókin hefur fallið í kramið hjá þjóðinni og er upplagið svo gott sem uppurið. Aðspurð um hvað þessar góðu viðtökur segi henni um heilsufar íslendinga segir Ragga;„ Hér er að eiga sér stað vakning. Styrktarþjálfun, Crossfit og ólympískar lyftingar eru að koma sterkar inn hjá konum. Trukkalessu stimpillinn er á undanhaldi og því ber að fagna,“ segir Ragga og bætir við „Heilsan okkar byrjar og endar í hausnum á okkur, fólk er að átta sig á því“.

Benedikt Kristjánsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda tekur undir með Röggu og segir janúar prýðilegan til útgáfu heilsubóka.

Hann sér þó skýrt mynstur í sölu slíkra bóka sé litið yfir fyrri ár. „Heilsubækurnar eiga sérfastan sess í janúar betrumbótinni, rétt eins og líkamsræktarkortin,“ segir Benedikt. 


Tengdar fréttir

Súkkulaðisynd Röggu Nagla

Hver elskar ekki litlu syndina ljúfu, með súkkulaðið flæðandi út um mallakútinn á kökunni?

Rosaleg breyting á Röggu Nagla

Ekki þarf að fjölyrða um magn áfengis sem rann ljúflega niður kverkarnar á menntaskólaárunum, skrifar Ragga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×