Lífið

Óli Geir mun spila á Samvest: „Getum ekki tekið manneskjur af lífi fyrir sögusagnir“

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem DJ Óli Geir.
Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem DJ Óli Geir. Vísir
Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem DJ Óli Geir, fær að koma fram á grunnskólahátíðinni SAMVEST í Bolungarvík. Hann greindi frá því á Facebook að hann hefði verið afbókaður taldi ástæðuna vera vegna fortíðar sinnar.

Rekstraraðili félagsheimilisins í Bolungarvík, Benedikt Sigurðsson, hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að DJ Óli Geir muni koma til Bolungarvíkur og spila fyrir unglinga.

„Og bíðum við mjög spennt, enda einn fremsti og þekktasti plötusnúður landsins. Það verður einnig að kenna börnunum að læra að fyrirgefa og að það er allt í lagi að skipta um skoðun, ef sannfæring manns segir manni það. Við getum ekki tekið manneskjur af lífi fyrir sögusagnir,“ segir í yfirlýsingu Benedikts. 

Yfirlýsing Benedikts Sigurðssonar:

„Eftir mjög sterk og ákveðin viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina Dj Óla Geir að koma og spila á Samvest hef ég ákveðið að breyta ákvörðuninni. Í ljósi ótal símtala við allskyns fólk hefur ekkert haldbært komið fram sem ætti að eiga rétt á sér að meina meina Óla Geir samvinnu við okkur. Ég hef því ákveðið að halda okkar striki. Dj Óli Geir mun koma til Bolungarvíkur og spila fyrir unglingana okkar og bíðum við mjög spennt, enda einn fremsti og þekktasti plötusnúður landsins. Það verður einnig að kenna börnunum að læra að fyrirgefa og að það er allt í lagi að skipta um skoðun, ef sannfæring manns segir manni það. Við getum ekki tekið manneskjur af lífi fyrir sögusagnir.“ 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×